Spursmál podcast cover art

Spursmál

ByRitstjórn Morgunblaðsins
83 episodes

Podcast Summary

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14. Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum á mbl.is.

#1

#79. - Aðvörun Fertrams og tekist á um búvörulög

Þau Hulda Bjarna­dótt­ir, for­seti Golf­sam­bands Íslands, og Sölvi Tryggva­son, hlaðvarps­stjórn­andi og fjöl­miðlamaður, ræða frétt­ir vik­unn­ar. Ber þar margt á góma, meðal ann­ars sal­an á Íslands­banka þar sem þúsund­ir Íslend­inga keyptu fyr­ir litl­ar 20 millj­ón­ir hver eins og ekk­ert væri.Þá mæta þau til leiks Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda, og Mar­grét Ágústa Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­taka Íslands. Þau tak­ast á um breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um og hvort rétt hafi verið að taka úr sam­bandi til­tek­in ákvæði sam­keppn­islaga þegar afurðastöðvar í kjötiðnaði eru ann­ars veg­ar.Stór orð hafa verið höfð uppi um það mál á und­an­förn­um mánuðum, ekki síst eft­ir að héraðsdóm­ur felldi dóm um að breyt­ing­ar á lög­gjöf­inni hefðu gengið í ber­högg við stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins. Hæstirétt­ur sneri þeim dómi fyr­ir nokkru og hafa ýms­ir þurft að éta ofan í sig stór­yrði sem byggðu á dómi hins lægra setta dómsvalds.Í lok þátt­ar­ins er rætt við Guðmund Fer­tram Sig­ur­jóns­son, for­stjóra og stofn­anda Kerec­is. Hann seg­ir dimmt yfir at­vinnu­mál­um á Vest­fjörðum í kjöl­far þess að rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ir til­kynnti að hún hyggðist tvö­falda veiðigjöld á út­gerðina í land­inu.En rætt er við Guðmund um fleiri spenn­andi mál, meðal ann­ars hvort ske kynni að annað fyr­ir­tæki á borð við Kerec­is leyn­ist meðal þeirra hundruða ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja sem starf­andi eru í land­inu.

2025-05-302hr 9mins
#2

Kúbudeilan 1962 - bók mánaðarins

Kúbudeilan 1962 eftir Max Hastings hefur verið bók mánaðarins í maímánuði. Hún kom fyrst út árið 2022 og setur magnaða atburði sem áttu sér stað fyrir rúmum sextíu árum í samhengi. Þá er merkilegt að sjá hversu margt sem er að gerast í nútímanum í samhengi við þá frásögn sem Hastings dregur fram.Það var Magnús Þór Hafsteinsson sem þýddi verkið og hann settist niður með Stefáni Einari á dögunum til að ræða um bókina og atburðarásina fyrir rúmum sextíu árum þar sem litlu munaði að stórveldin tvö; Bandaríkin og Sovétríkin hefðu lent í afdrifaríkum átökum.Bókaklúbbur Spursmála er í boði Samsung, Brim, Kerecis og Pennans.

2025-05-2820mins
#3

#78. - Ákall um afsagnir í æðstu stöðum

Úlfar Lúðvíks­son, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, tek­ur enga fanga í ít­ar­legu viðtali í Spurs­mál­um. Seg­ir hann rík­is­lög­reglu­stjóra og ráðuneyt­is­stjóra dóms­málaráðuneyt­is­ins hafa brugðist skyld­um sín­um þegar kem­ur að vernd landa­mæra rík­is­ins.Í þætt­in­um fer Úlfar yfir það hvernig starfs­lok hans báru að og hvaða ástæður hann tel­ur að búi að baki þeirri ákvörðun dóms­málaráðherra. Hann seg­ir und­an­bragðalaust að hon­um hafi verið sýnd­ur reisupass­inn.Í þætt­in­um mæta stöll­urn­ar Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir og Ólöf Skafta­dótt­ir en þær halda úti hinu geysi­vin­sæla hlaðvarpi, Komið gott. Á miðviku­dags­kvöld stefndu þær 450 gest­um í gamla Aust­ur­bæj­ar­bíó og héldu þar uppi stuði langt fram eft­ir.Þær ræða frétt­ir vik­unn­ar sem eru marg­ar og mis­mun­andi. Allt frá nýrri mæl­ingu á fylgi stjórn­mála­flokk­anna til hnífstungu­árás­ar í Úlfarsár­dal.

2025-05-231hr 11mins
#4

#77. - Ár í kosningar og vextirnir valda áhyggjum

Í dag er slétt ár þar til Íslend­ing­ar ganga að kjör­borðinu og kjósa til 62 sveit­ar­stjórna. Víða stefn­ir í harðan slag og ljóst að marg­ir þurfa að verja vígið og enn aðrir sem stefna á að ná völd­um.Þetta er meðal þess sem farið er yfir á vett­vangi Spurs­mála þenn­an föstu­dag­inn þegar blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son mæta til leiks og fara yfir kosn­inga­bar­átt­una framund­an. Það má segja að Spurs­mál ræsi kapp­hlaupið um meiri­hlut­ann í sveit­ar­fé­lög­un­um landið um kring.Halla Gunn­ars­dótt­ir, sem kjör­in var formaður VR, stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins í vor, mæt­ir á vett­vang og fer meðal ann­ars yfir þær áhyggj­ur sem nú hrann­ast upp vegna hækk­andi verðlags. Hún verður spurð að því hvort hætt sé við að risa­samn­ing­arn­ir sem und­ir­ritaðir voru í fyrra, með mikl­um kostnaði fyr­ir rík­is­sjóð og fyr­ir­tæk­in í land­inu, sé í hættu en í sept­em­ber næst­kom­andi fer sér­stök for­sendu­nefnd yfir það hvort ákvæði samn­ings­ins haldi.Frosti Loga­son mæt­ir ásamt Höllu en hann birti í vik­unni kynn­gi­magnað viðtal við Jón Óttar Ólafs­son, sem verið hef­ur milli tann­anna á fólki síðustu vik­ur vegna njósna­fyr­ir­tæk­is­ins PPP. Frosti hef­ur sterk­ar skoðanir á störf­um sér­staks sak­sókn­ara og það verður fróðlegt að heyra hvað hann hef­ur að segja um næstu skref sem taka verður til þess að leiða þetta stóra mál til lykta.Sér­fræðing­ar Íslands­banka, sem loks verður einka­vædd­ur að fullu í næstu viku, telja að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands muni halda stýri­vöxt­um óbreytt­um að sinni en nefnd­in kynn­ir niður­stöðu maraþon­funda sinna á miðviku­dags­morg­un í næstu viku. Meg­in­vext­ir bank­ans eru 7,75% og þykir flest­um nóg um - ekki síst verka­lýðshreyf­ing­unni.Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðing­ur Íslands­banka fer yfir þetta mat og hvernig horf­urn­ar í hag­kerf­inu eru al­mennt. Það ger­ir hann ásamt Marinó Erni Tryggva­syni, fyrr­ver­andi for­stjóra Kviku banka. Hann von­ast ti...

2025-05-161hr 57mins
#5

#76. - Hvítur reykur, sekt séra Friðriks og meint málþóf

Jón Magnús­son hæsta­rétt­ar­lögmaður hef­ur ásamt hópi fleiri manna sem kynnt­ust sr. Friðrik skoðað málið og þá hef­ur Morg­un­blaðið aflað gagna frá KFUM sem ekki hafa komið fyr­ir augu al­menn­ings áður.Rætt er við Jón í lok þátt­ar­ins um þetta mál sem skók ís­lenskt sam­fé­lagið árið 2023 og varð meðal ann­ars til þess að KFUM bað fórn­ar­lömb sr. Friðriks af­sök­un­ar. Stytta af prest­in­um var sömu­leiðis felld af stalli í Lækj­ar­götu og bæj­ar­stjórn Akra­nes­kaupstaðar íhugaði að svipta hinn löngu látna klerk heiðurs­borg­ara­titli.Í frétt­um vik­unn­ar ber páfa­kjöri í Róm afar hátt en sömu­leiðis átök­in sem nú eru far­in að taka á sig al­var­legri mynd en áður milli Pak­ist­an og Ind­lands. Til að ræða þessi mál og fleiri mæta þau Urður Örlygs­dótt­ir og Odd­ur Þórðar­son til leiks. Þau eru bæði frétta­menn á Rík­is­sjón­varp­inu.Til þess að ræða stjórn­mála­ástandið leggja þær Sig­ríður Á. And­er­sen, þingmaður Miðflokks­ins, og Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, orð í belg. Þar er af nægu að taka og ekki verður hjá því kom­ist að spyrja Hildi út í það hvort nýr formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Guðrún Haf­steins­dótt­ir, hygg­ist skipta henni út sem þing­flokks­for­manni.

2025-05-091hr 46mins
#6

#75. - Persónunjósnir, líkbrennsla og neyðarbirgðir

Hvað ætluðu út­send­ar­ar Björgólfs Thors að gera með upp­lýs­ing­ar um Vil­hjálm Bjarna­son? Tengd­ist það brenni­víni og kvenna­mál­um? Því svar­ar bíl­stjór­inn á V 279 í Spurs­mál­um í dag.Með njósn­ara á hæl­un­um Vil­hjálm­ur hef­ur verið í kast­ljósi fjöl­miðla í vik­unni eft­ir að upp­lýst var að njósn­ar­ar hefðu verið á hæl­um hans um nokk­urra vikna skeið árið 2012. En hver var for­saga máls­ins og í hvaða ill­deil­um stóð Vil­hjálm­ur sem ollu því að hon­um var veitt eft­ir­för og setið var um heim­ili hans?Sviðsstjóri og for­setafram­bjóðandiÍ frétt­um vik­unn­ar ber þetta furðumál einnig á góma en gest­ir Spurs­mála að þessu sinni í þeim hluta þátt­ar­ins eru þeir Gylfi Þór Þor­steins­son, sviðsstjóri hjá Rauðakross­in­um og Magnús Ragn­ars­son, formaður Tenn­is­sam­bands­ins og nú fram­bjóðandi til embætt­is for­seta Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bands­ins.Nýja tækni þarf við lík­brennsluBer ým­is­legt á góma í þeirri umræðu, meðal ann­ars verk­efni sem Rauðikross­inn fer fyr­ir og teng­ist viðbrögðum al­menn­ings ef til neyðarástands kem­ur. Umræðan um þetta verk­efni tók tals­verðan kipp þegar raf­magns­laust varð um gjörv­all­an Spánn og Portúgal með ófyr­ir­séðum af­leiðing­um.Í lok þátt­ar­ins verður rætt við Sig­ríði Bylgju Sig­ur­jóns­dótt­ur sem fer fyr­ir sjálf­seign­ar­stofn­un­inni Tré lífs­ins. Hef­ur hún ásamt sam­starfs­fólki lengi stefnt að því að byggja upp full­komna og nú­tíma­vædda lík­brennslu hér á landi í stað þeirr­ar sem nú er rek­in af Kirkju­görðum Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæma.Búnaður­inn sem þar er not­ast við stenst eng­ar kröf­ur varðandi meng­un og vill Sig­ríður meina að rétt sé að fela einkaaðilum að byggja nýja aðstöðu í þess­um efn­um.

2025-05-021hr 29mins
#7

#74. - Helsingjasteik með brúnuðum og Logi ósáttur við orð Sigurjóns

Logi Ein­ars­son, ráðherra fjöl­miðlamála, hyggst standa við þá ákvörðun sína að draga úr styrkj­um til tveggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla lands­ins. Þetta staðfest­ir hann í sam­tali á vett­vangi Spurs­mála.Í viðtal­inu er Logi einnig spurður út í um­mæli sem Sig­ur­jón Þórðar­son, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is lét falla og lúta að því að refsa eigi fjöl­miðlum sem ekki stunda frétta­flutn­ing sem er hon­um að skapi.Í þætt­in­um verður einnig rætt við Loga um brýn mál sem tengj­ast gervi­greind­arkapp­hlaupi stór­veld­anna, styrki til náms­manna og sitt­hvað fleira.Í frétt­um vik­unn­ar er rætt við þau Jakob Frí­mann Magnús­son, fyrr­um þing­mann Flokks fólks­ins og Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra.Þar ber ým­is­legt á góma, and­lát páfans í Róm, skóla­máltíðir og annað sem til um­fjöll­un­ar hef­ur verið í sneisa­fullri frétta­viku í upp­hafi sum­ars.

2025-04-251hr 27mins
#8

#73. - Slegið á puttana á skattaóðri ríkisstjórn

Sí­fellt kem­ur bet­ur í ljós að rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur stefn­ir á stór­felld­ar skatta­hækk­an­ir á fólk og fyr­ir­tæki. Ásdísi Kristjáns­dótt­ur bæj­ar­stjóra í Kópa­vogi líst ekki á stöðuna. Hún er gest­ur Spurs­mála þenn­an föstu­dag­inn ásamt Ernu Björgu Sverr­is­dótt­ur, aðal­hag­fræðingi Ari­on banka.Ásdís seg­ir að það séu ekki aðeins stór­hækkuð veiðigjöld og „mat­seðill“ af skatta­hækk­un­um á ferðaþjón­ust­una sem stefni í. Þannig bend­ir hún á að stjórn­völd stefni að því að þvinga sveit­ar­fé­lög til þess að full­nýta út­svars­pró­sentu þá sem leggja má á íbú­ana. Sveit­ar­fé­lög­um sem það geri ekki verði ein­fald­lega refsað.Erna Björg nefn­ir að huga verði að því hvernig staðið er að breyt­ing­um á grunn­atvinnu­vegi þjóðar­inn­ar þegar mik­il óvissa rík­ir á flest­um sviðum, ekki síst vegna þess tolla­stríðs sem Don­ald Trump og stjórn hans í Washingt­on hef­ur efnt til gagn­vart flest­um ríkj­um heims.Í síðari hluta þátt­ar­ins er rætt við for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins Intu­ens Seg­ulóm­un­ar sem býður upp á mynd­grein­ing­arþjón­ustu á heil­brigðis­sviði. Fyr­ir­tækið hef­ur lent í kröpp­um dansi í tengsl­um við sam­skipti við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands og Land­lækni.Sag­an sú er í meira lagi lygi­leg og þess virði að fræðast um það hvernig kerfið get­ur unnið gegn ný­sköp­un og upp­bygg­ingu nýrra fyr­ir­tækja sem efna vilja til sam­keppni við fyr­ir­tæki sem eru á fleti fyr­ir.Í upp­hafi þátt­ar­ins er einnig kynnt­ur til leiks Bóka­klúbb­ur Spurs­mála þar sem sam­fé­lags­mál­in verða kruf­in á síðum áhuga­verðra bóka. Klúbbur­inn tek­ur til starfa í sam­starfi við öfl­uga bak­hjarla. Lækn­inga­vöru­fyr­ir­tækið Kerec­is, sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Brim, Sam­sung og Penn­ann/​Ey­munds­son.

2025-04-111hr 19mins

Listen to your favourite podcasts.

Now ad-free.

Download herd and enjoy uninterrupted, high-quality podcasts without the wait.

Download on the
App Store
#9

#72. - Trump og Kristrún setja allt í uppnám

Þjóðir heims hafa brugðist ókvæða við þeirri ákvörðun Trumps að leggja vernd­artolla á þjóðir heims. Sveit­ar­fé­lög­in er í sama gír gagn­vart aðgerðum rík­is­stjórn­ar Kristrún­ar Frosta­dótt­ur.Þetta er meðal þess sem rætt er á vett­vangi Spurs­mála þenn­an föstu­dag­inn. Í frétt­um vik­unn­ar er sann­ar­lega vikið að ákvörðun for­set­ans í Washingt­on og til sam­tals um það mæta fyrr­um ráðherr­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins, þau Will­um Þór Þórs­son og Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir.Þau ræða einnig gosið á Sund­hnúkagígaröðinni sem varði stutta stund og gerði minni óskunda en í fyrstu virt­ist stefna.Þegar yf­ir­ferð á frétt­um vik­unn­ar slepp­ir mæta þeir beint frá Ísaf­irði og Fjarðabyggð þeir Gylfi Ólafs­son, formaður bæj­ar­ráðs Ísa­fjarðar og Ragn­ar Sig­urðsson, formaður bæj­ar­ráðs Fjarðabyggðar.Sveit­ar­stjórn­ar­menn í fjöl­mörg­um sveit­ar­fé­lög­um hring­inn í kring­um landið hafa brugðist ókvæða við þeim fyr­ir­ætl­un­um rík­is­stjórn­ar Kristrún­ar Frosta­dótt­ur að tvö­falda veiðigjöld á út­gerðir lands­ins. Ljóst er að sú gríðarlega skatt­lagn­ing mun hafa áhrif á miklu fleiri en fá­menn­an hóp út­gerðarmanna.Að loknu því spjalli sest Flóki Ásgeirs­son, lögmaður Blaðamanna­fé­lags Íslands niður með Stefáni Ein­ari og ræðir þann mögu­leika sem nú er uppi um að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þings­ins setji á lagg­irn­ar rann­sókn­ar­nefnd til þess að fara ofan í saum­ana á aðkomu Rík­is­út­varps­ins að hinu svo­kallaða byrlun­ar­máli.Flóki kem­ur fyr­ir hönd fé­lags­ins í viðtalið þar sem formaður þess, Sig­ríður Dögg Auðuns­dótt­ir, treyst­ir sér ekki á vett­vang til þess að ræða fyrri yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar um málið.

2025-04-041hr 32mins
#10

#71. - Sykurpabbar í stuði og ráðherra sakaður um ósannindi

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi seg­ir fjár­málaráðherra og at­vinnu­vegaráðherra halda fram ósann­ind­um í fram­setn­ingu sinni á fram­lögðum til­lög­um um hækk­un veiðigjalda.Millj­arðar á millj­arða ofanSeg­ir hún með ólík­ind­um að ráðherr­arn­ir haldi því fram að út­gerðin muni halda eft­ir óskert­um hlut af hagnaði sín­um eft­ir breyt­ing­arn­ar. Við blasi að það geti ekki verið þegar gjöld eru hækkuð um millj­arða á millj­arða ofan.Í viðtal­inu fer Heiðrún Lind einnig yfir það hvaða áhrif þess­ar áætlan­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar geta haft á fisk­vinnslu vítt og breitt um landið. Seg­ir hún að verið sé að færa kerfið í átt að því sem gert hef­ur verið í Nor­egi. Þar er fisk­vinnsl­an rík­is­styrkt, hún víða rek­in með tapi og gjaldþrot eru al­geng. Þá er stór hluti afl­ans sem að landi berst send­ur rak­leitt til ríkja á borð við Pól­land og Kína þar sem hann er full­unn­inn.Ásamt Heiðrúnu var fjölda stjórn­arþing­manna og ráðherra boðið til þátt­töku í umræðunni um vænt­an­leg­ar breyt­ing­ar á auðlinda­gjöld­um í sjáv­ar­út­vegi. Eng­inn þeirra átti hins veg­ar tök á því að mæta til leiks.Auk Heiðrún­ar Lind­ar mæta í þátt­inn þau Pat­rik Atla­son tón­list­armaður og Tinna Gunn­laugs­dótt­ir, leik­ari, leik­stjóri og fyrr­um þjóðleik­hús­stjóri. Þau ræða frétt­ir vik­unn­ar, Eddu-verðlaun­in þar sem Tinna hlaut heiður­sverðlaun ásamt eig­in­manni sín­um, Agli Ólafs­syni. Þá gaf Pat­rik út nýtt lag í morg­un sem ber hina virðulegu yf­ir­skrift, Syk­urpabbi.Í lok þátt­ar­ins mæt­ir á svæðið Jón Gunn­ar Jóns­son, fyrr­um for­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins. Í liðinni viku voru þrjú ár frá því að ís­lenska ríkið losaði um ríf­lega 50 millj­arða hlut í Íslands­banka í útboði sem átti eft­ir að draga dilk á eft­ir sér. Svo stór­an raun­ar að Bjarni Bene­dikts­son sagði af sér embætti fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.Jón Gunn­ar vill meina að þarna hafi farið fram far­sæl­asta útboð Íslands­sög­unn­ar. En í þætt­in­um er sag­an að baki ...

2025-03-281hr 28mins
#11

#70. - Fellir mál Ásthildar Lóu ríkisstjórnina? Ögurstund hjá Framsókn

Ekk­ert kemst á dag­skrá þenn­an frétta­dag­inn annað en af­sögn barna- og mennta­málaráðherra. En hver verður eft­ir­leik­ur máls­ins? Er rík­is­stjórn­in í hættu? Hef­ur orðspor Íslands skaðast á er­lend­um vett­vangi?Svara við þess­um spurn­ing­um verður leitað á vett­vangi Spurs­mála þenn­an föstu­dag­inn. Til þess að ræða póli­tík­ina í mál­inu mæta þau til leiks, Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og Snorri Más­son, þingmaður Miðflokks­ins.Lög­menn rýna í stöðunaAð lok­inni þeirri umræðu eru þeir vænt­an­leg­ir á vett­vang lög­menn­irn­ir Sig­urður G. Guðjóns­son og Árni Helga­son, sem einnig er varaþingmaður.Þeir ætla að ræða annað stórt mál sem skekið hef­ur ís­lenskt sam­fé­lag síðustu vik­ur og varðar einnig Ásthildi Lóu Þórs­dótt­ur, frá­far­andi ráðherra. Í ljós hef­ur komið að Ari­on banki af­henti henni og eig­in­manni henn­ar fast­eign í Garðabæ árið 2019 langt und­ir markaðsvirði. Hvaða áhrif hafa þær upp­lýs­ing­ar, meðal ann­ars á af­stöðu skatta­yf­ir­valda?Á Fram­sókn sér viðreisn­ar von?Í lok þátt­ar mun Guðni Ágústs­son, fyrr­ver­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, mæta á vett­vang en þann 13. mars skrifaði hann grein þar sem hann kall­ar eft­ir end­ur­reisn Fram­sókn­ar­flokks­ins. Miðstjórn hans mun funda á Ak­ur­eyri um helg­ina og í viðtal­inu mun Guðni upp­lýsa hvað hann telji að þurfi að gera til þess að þessi elsti stjórn­mála­flokk­ur nái vopn­um sín­um að nýju.

2025-03-211hr 32mins
#12

#69. - Er Trump með plan? Er heimsstyrjöld í aðsigi?

Á sama tíma og Don­ald Trump legg­ur tolla á ná­granna­ríki Banda­ríkj­anna, Kína og Evr­ópu­sam­bandið reyn­ir hann að toga Úkraínu­menn og Rússa að samn­inga­borðinu. Hann kall­ar eft­ir friði í Evr­ópu.Er Trump í rugl­inu?Tryggvi Hjalta­son nam hernaðar- og varn­ar­mála­fræði í Banda­ríkj­un­um og þá lauk hann einnig þriggja ára liðsfor­ingjaþjálf­un hjá Banda­ríkja­her. Hann hef­ur teiknað upp ólík­ar sviðsmynd­ir um það hvað Trump hygg­ist fyr­ir og hvaða ár­angri hann hef­ur í hyggju að ná þegar kem­ur að mál­efn­um Úkraínu, NATO en ekki síst bar­átt­unni um hernaðarlega yf­ir­burði á heims­sviðnu. Þar gera Kín­verj­ar sig sí­fellt lík­legri til þess að skáka Banda­ríkj­un­um.Dr. Ragn­ar Árna­son, pró­fess­or emer­it­us í hag­fræði við Há­skóla Íslands hef­ur að und­an­förnu fjallað ít­ar­lega um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evr­ópu­sam­bandið. Hef­ur hann t.d. bent á að það sé tómt mál að tala um eina til­tekna hús­næðis­vexti á evru­svæðinu. Þar muni miklu milli ólíkra hag­kerfa.Hef­ur hann tek­ist nokkuð hart á við Dag B. Eggerts­son um þessi mál. Var þeim báðum boðið í þátt­inn, bæði í þess­ari viku og hinni fyrri og þáði Ragn­ar boðið. Í frétt­um vik­unn­ar er rætt við tvo alþing­is­menn sem bera sitt­hvorn heiðurstitil­inn. Jón­ína Björk Óskars­dótt­ir er elsti nú­ver­andi þingmaður­inn en hún sit­ur á þingi fyr­ir Flokk fólks­ins. Ingvar Þórodds­son er þingmaður Viðreisn­ar og er hann yngst­ur þing­manna sem nú sitja.

2025-03-141hr 33mins
#13

#68. - Mega blaðamenn brjótast inn á heimili fólks?

Hvar liggja mörk friðhelgi einka­lífs­ins og hvar tek­ur rétt­ur al­menn­ings til upp­lýs­inga­gjaf­ar við? Eva Hauks­dótt­ir, lögmaður Páls Stein­gríms­son­ar ræðir það í Spurs­mál­um. Og margt fleira er á dag­skrá.Rósa Guðbjarts­dótt­ir, alþing­ismaður og fyrr­um bæj­ar­stjóri í Hafnar­f­irði ræðir frétt­ir vik­unn­ar ásamt Birni Brynj­úlfi Björns­syni, fram­kvæmda­stjóra Viðskiptaráðs. Rósa hafði aðkomu að gerð kjara­samn­inga við kenn­ara og í þætt­in­um verður hún spurð út í meinta aðkomu Ásthild­ar Lóu Þór­halls­dótt­ur, mennta­málaráðherra að gerð samn­ing­anna og eins fram­göngu Heiðu Bjarg­ar Hilm­is­dótt­ur, for­manns Sam­taka ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.Sú síðast­nefnda ein­angraði sig frá allri stjórn sam­tak­anna þegar hún sagðist reiðubú­in fyr­ir hönd Reykja­vík­ur að ganga til samn­inga við kenn­ara, jafn­vel þótt öll önn­ur sveit­ar­fé­lög lands­ins væru ekki til í að bjóða upp í þann dans. Björn Brynj­ólf­ur kynnti fyrr í vik­unni ásamt sam­starfs­fólki sínu skýrslu um fjöl­miðlamarkaðinn og það hvernig Rík­is­út­varpið gín yfir öðrum fyr­ir­tækj­um á þeim markaði.Þá verður tali einnig vikið að nýj­um hagræðing­ar­til­lög­um sem rík­is­stjórn­in er kom­in með á sitt borð. Þar er stefnt að því að spara 70 millj­arða á næstu fimm árum. Það eru inn­an við 1% aðhaldsaðgerðir á hvert ár.Í þætt­in­um er einnig rætt við Álf­hildi Leifs­dótt­ur, sveit­ar­stjórn­ar­konu í Skagaf­irði og framá­konu í Vinstri­hreyf­ing­unni grænu fram­boði. Hún er afar ósátt við þær fyr­ir­ætlan­ir meiri­hlut­ans í sveit­ar­fé­lag­inu að selja tvö af tíu fé­lags­heim­il­um héraðsins. Hún ræðir þau mál og stöðu VG sem virðist rúst­ir ein­ar eft­ir það af­hroð sem flokk­ur­inn galt í síðustu alþing­is­kosn­ing­um.

2025-03-071hr 25mins
#14

#67. - Stjórnarskrárbrot, kjaraklípa og Trumpað ástand

Svo virðist sem nýir kjara­samn­ing­ar við kenn­ara­stétt­ina muni draga al­var­leg­an dilk á eft­ir sér. Risa­samn­ing­ar sem gerðir voru við 85% vinnu­markaðar­ins í fyrra gætu kom­ist í upp­nám.Þetta má ráða af viðbrögðum aðila vinnu­markaðar­ins í kjöl­far þess að það spurðist út að kostnaður við kenn­ara­samn­ing­ana fyrr­nefndu væri met­inn á allt að 24% yfir fjög­urra ára tíma­bil. Í fyrra náðist sátt á vinnu­markaði með jafn löng­um samn­ingi sem skila átti ríf­lega 14% hækk­un að meðaltali.Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar hef­ur sterka skoðun á stöðunni sem kom­in er upp og er hún gest­ur Spurs­mála að þessu sinni. Einnig heyr­ist þungt hljóð í at­vinnu­rek­end­um en full­trúi þeirra, Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins mun setj­ast við Spurs­mála­borðið ásamt Sól­veigu Önnu og greina stöðuna sem er í meira lagi viðkvæm.Að því loknu mun Helgi I. Jóns­son, fyrr­um hæsta­rétt­ar­dóm­ari ræða við Stefán Ein­ar um fram­kvæmd hinn­ar svo­kölluðu sam­fé­lagsþjón­ustu sem verið hef­ur hluti af refsi­vörslu­kerf­inu hér á landi allt frá ár­inu 1995. Seg­ir hann al­var­leg­ar brota­lam­ir á kerf­inu.Þá mun Al­bert Jóns­son, fyrr­um sendi­herra og alþjóðamálaráðgjafi for­sæt­is­ráðherra mæta til leiks og ræða stöðuna í Úkraínu­deil­unni og hvað Trump hygg­ist fyr­ir í því afar viðkvæma, og eld­fima máli.

2025-02-281hr 38mins
#15

#66. - Valdatafl í Valhöll og Jakob vísar í dularfullan klúbb

Tvær fylk­ing­ar berj­ast um völd­in í Sjálf­stæðis­flokkn­um. Önnur að baki Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur og hin að baki Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur. Þær til leiks í Spurs­mál­um og svara krefj­andi spurn­ing­um.Sú stærsta þeirra hlýt­ur að vera hvernig þær telji sig geta aukið fylgi flokks­ins sem er nú áhrifa­laus, bæði á Alþingi Íslend­inga og í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Hvað munu þær gera öðru­vísi en Bjarni Bene­dikts­son, nái þær kjöri.Stefán Ein­ar ræðir við þær stöll­ur í sitt­hvoru lagi í afar áhuga­verðum þætti Spurs­mála þenn­an föstu­dag­inn. Þar eru þær einnig spurðar út í gagn­rýni sem komið hef­ur upp inn­an flokks og utan á störf þeirra á fyrri tíð.Í frétt­um vik­unn­ar er margt og mikið helst. Frétta­hauk­arn­ir Jakob Bjarn­ar Grét­ars­son og Jón G. Hauks­son fara yfir helstu frétt­ir, sam­ein­ing­ar ­hug­mynd­ir Ari­on banka og Íslands­banka, stöðuna í borg­ar­stjórn og á stjórn­ar­heim­il­inu þar sem Kristrún Frosta­dótt­ir ræður ríkj­um.

2025-02-212hr 5mins
#16

#65. - Tækifæri á Grænlandi og Jens Garðar í varaformanninn?

Liggja stór tæki­færi fyr­ir Íslend­inga á Græn­landi. Því svar­ar gull­leit­armaður­inn Eld­ur Ólafs­son í nýj­asta þætti Spurs­mála en hann ritaði afar áhuga­verða grein um málið sem birt var á miðopnu Morg­un­blaðsins nú í morg­un.Mun Jens Garðar bjóða sig fram?Jens Garðar Helga­son verður einnig spurður út í mögu­legt vara­for­manns­fram­boð í Sjálf­stæðis­flokkn­um sem hann hef­ur títt verið orðaður við að und­an­förnu en í lok mánaðar­ins skunda Sjálf­stæðis­menn í Laug­ar­dals­höll og kjósa þar nýja for­ystu fyr­ir flokk­inn.Ásamt Jens Garðari ræðir frétt­ir vik­unn­ar Brynja Dan Gunn­ars­dótt­ir, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Garðabæ. Hún er eig­andi Extra-lopp­unn­ar sem síðustu sjö árin hef­ur gert það gott á markaði með notaðan fatnað.Í lok þátt­ar ræðir Stefán Ein­ar við lög­fræðing­inn Ein­ar Geir Þor­steins­son sem sér ým­is­legt at­huga­vert við þau mála­lok sem nú blasa við í hinu svo­kallaða styrkja­máli þar sem Flokk­ur fólks­ins fékk greidd­ar 240 millj­ón­ir króna í trássi við lög. Hann tel­ur lög­fræðiálit sem fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fékk í hend­ur ekki rétta leið til að út­kljá málið.

2025-02-141hr 24mins
#17

#64. - Sjallar í sjálfheldu og afarkostir innan ríkisstjórnarsamstarfs

Hild­ur Björns­dótt­ir, leiðtogi Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn virðist eiga fáa kosti í til­raun til að mynda nýj­an meiri­hluta. Hún er til svars á vett­vangi Spurs­mála.Um liðna helgi var til­raun gerð til þess að mynda nýj­an meiri­hluta Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks, Flokks fólks­ins og Viðreisn­ar.Þær hug­mynd­ir runnu út í sand­inn þegar ljóst varð að Flokk­ur fólks­ins hef­ur úti­lokað sam­starf við Sjálf­stæðis­flokk­inn.Hvaða meiri­hluta­mynst­ur er þá í mynd­inni?Hild­ur fer yfir stöðuna í Spurs­mál­um í dag.Áður en kem­ur að viðtal­inu við hana mæta þeir á svæðið, álits­gjaf­arn­ir og reynslu­bolt­arn­ir, Björn Ingi Hrafns­son, fyrr­um odd­viti Fram­sókn­ar í borg­ar­stjórn og nú­ver­andi aðstoðarmaður for­manns Miðflokks­ins og Gísli Freyr Val­dórs­son, stjórn­andi Þjóðmála. Þeir eru gjörkunn­ug­ir því völ­und­ar­húsi sem valda­menn í borg­inni reyna nú að feta í átt að nýj­um meiri­hluta.

2025-02-1050mins
#18

#63. - Lífshættuleg byrlun og stormar í vatnsglasi

Í þættinum fer Páll yfir at­b­urðarás­ina sem nærri dró hann til dauða en hann rek­ur einnig hina tor­sóttu leið sem hann hef­ur þurft að feta til þess að fá úr því skorið hverj­ir það voru sem brut­ust inn í sím­ann og komu í kjöl­farið gögn­um úr inn­brot­inu á Þórð Snæ Júlí­us­son, þáver­andi rit­stjóra Kjarn­ans og Aðal­stein Kjart­ans­son, blaðamann á Stund­inni.Áður en Páll mæt­ir til leiks fer Stefán Ein­ar yfir frétt­ir vik­unn­ar með þeim Ólöfu Skafta­dótt­ur, stjórn­anda hlaðvarps­ins Komið gott, og Þorgrími Sig­munds­syni, þing­manni Miðflokks­ins.Þar er af mörgu að taka, meðal ann­ars vær­ing­ar inn­an borg­ar­stjórn­ar og nú heyr­ist víða pískrað í horn­um að verið sé að máta sam­an nýja meiri­hluta til þess að stýra borg­inni fram á vorið 2026 en þá verður að nýju gengið til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga.

2025-02-071hr 35mins
#19

#62. - Umdeild umsvif, langdregin busavígsla og óttalegt væl í þingmönnum

Í þetta sinn mæt­ir til leiks Hanna Katrín Friðriks­son, at­vinnu­vegaráðherra. Marg­ir stór­ir mála­flokk­ar heyra und­ir ráðuneyti henn­ar, allt frá inn­lendri mat­væla­fram­leiðslu á sjó og landi til ferðaþjón­ustu og iðnaðar af öðru tagi. Í viðtal­inu er Hanna Katrín meðal ann­ars spurð út í af­stöðu henn­ar og Viðreisn­ar til strand­veiða sem rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur hef­ur gert að for­gangs­atriði í starfi sínu. Viðtalið við Hönnu Katrínu var tekið upp í gær og hef­ur, áður en til birt­ing­ar kom, valdið nokkr­um úlfaþyt í her­búðum rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Einkum þó hjá Sig­ur­jóni Þórðar­syni, þing­manni Flokks fólks­ins. Hann mun inn­an tíðar taka við for­mennsku í at­vinnu­vega­nefnd þings­ins. Titr­ing­ur á ólík­leg­ustu stöðum Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir, hlaðvarps­stjórn­andi þátt­ar­ins Komið gott hef­ur að und­an­förnu verið orðuð við for­manns­fram­boð í VR en fram­boðsfrest­ur renn­ur út í há­deg­inu á mánu­dag. Hún mæt­ir í nýj­asta þátt Spurs­mála og ræðir stöðuna ásamt Þórði Gunn­ars­syni, bróður sínum og hag­fræðingi.

2025-01-311hr 23mins
#20

# 61. - Framkvæmdastopp, Króatía og óheppilegar nasistakveðjur

Mik­il tíðinda­vika er að baki þar sem Don­ald Trump tók við embætti for­seta, Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir ákvað að víkja úr for­ystu­sveit Sjálf­stæðis­flokks­ins og hand­bolta­landsliðið gerði allt vit­laust. Öllu þessu sér stað í Spurs­mál­um þar sem frétta­vik­an er gerð upp með þeim Bjarna Helga­syni og Her­manni Nökkva Gunn­ars­syni, blaðamönn­um á Morg­un­blaðinu. Þá mæt­ir Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar í þátt­inn og ræðir þá þröngu stöðu sem fyr­ir­tækið er nú komið í eft­ir að héraðsdóm­ur felldi úr gildi heim­ild­ir fyr­ir­tæk­is­ins til þess að halda áfram við gerð Hvamms­virkj­un­ar í Þjórsá. Lands­virkj­un hef­ur óskað leyf­is Hæsta­rétt­ar til þess að fá að skjóta mál­inu beint þangað og fram hjá Lands­rétti en að öll­um lík­ind­um mun taka marga mánuði að leiða málið til lykta, hvernig sem fer.

2025-01-241hr 14mins
#21

#60. - Orkuöflun í uppnámi og hallarbyltingar í aðsigi

Stefn­ir í hall­ar­bylt­ingu í Fram­sókn­ar­flokkn­um um svipað leyti og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vel­ur nýja for­ystu? Ljóst er að alþing­is­kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber síðastliðinn draga dilk á eft­ir sér á mörg­um víg­stöðvum, ekki aðeins meðal þeirra flokka sem hrein­lega hurfu út af þingi. Magnea Gná Jó­hanns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins rýn­ir í spil­in á stjórn­mála­sviðinu ásamt Elliða Vign­is­syni, bæj­ar­stjóra Ölfuss. Hann hef­ur á síðustu vik­um verið orðaður við embætti for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. En hvert stefn­ir hug­ur hans? Skal virkja eða ekki? Á sama tíma og allt leik­ur á reiðiskjálfi í póli­tík­inni er allt í upp­námi í orku­heim­in­um vegna Hvamms­virkj­un­ar. Sum­ir fagna dátt meðan aðrir sýta sárt í kjöl­far þess að héraðsdóm­ur komst að þeirri niður­stöðu að Um­hverf­is­stofn­un hefði ekki heim­ild til þess að veita und­anþágu frá vatna­til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins. Til þess að ræða þá stöðu sem kom­in er upp í tengsl­um við þessa fyr­ir­huguðu ríf­lega 70 millj­arða fram­kvæmd Lands­virkj­un­ar mæta þeir til leiks, Finn­ur Beck, fram­kvæmda­stjóri Samorku og Snæ­björn Guðmunds­son, formaður Nátt­úrugriða.

2025-01-171hr 14mins
#22

#59. - Unnið að lausn á græna helstirninu, flugrekstur og eldgosaspá

Ein­ar Örn Ólafs­son, for­stjóri Play mæt­ir til leiks og ræðir þar frétt­ir vik­unn­ar. Hann þekk­ir vel til á vett­vangi Sjálf­stæðis­flokks­ins og spá­ir í spil­in nú þegar ljóst er að nýr formaður mun taka við flokkn­um á ár­inu. Margt bend­ir einnig til að for­mannsslag­ur sé í upp­sigl­ingu í Fram­sókn­ar­flokkn­um, hvort sem Sig­urður Ingi vík­ur sjálf­vilj­ug­ur af vett­vangi eða ekki. Þor­vald­ur Þórðar­son, eld­fjalla­fræðing­ur með meiru, spá­ir einnig í spil­in. Mun gjósa aft­ur nærri Svartsengi? Er Grinda­vík hólp­in? Hvað með mögu­lega eld­virkni á Mýr­um eða á Snæ­fellsnesi? Í síðari hluta þátt­ar­ins mæt­ir svo Ólöf Örvars­dótt­ir, sviðsstjóri um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar í þátt­inn til þess að ræða hina gríðar­stóru grænu skemmu sem allt í einu reis við Álfa­bakka og byrg­ir þar íbú­um sýn og sól­ar­ljóss.

2025-01-101hr 11mins
#23

#58. - SDG prjónar inn í árið og Stefán ræður ekki við sig

Nýtt ár hefst með krafti í stjórn­mál­un­um og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son held­ur upp­tekn­um hætti í stjórn­ar­and­stöðu. Hvernig stóðu Halla Tóm­as­dótt­ir og Kristrún Frosta­dótt­ir sig í fyrstu ára­móta­ávörp­un­um? Allt er þetta til um­fjöll­un­ar í Spurs­mál­um dags­ins. Fyrr­nefnd­ur Sig­mund­ur mæt­ir til leiks og ræðir nýj­an stjórn­arsátt­mála og fyrstu skref nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Hvað finnst hon­um um nýtt þjóðarsam­tal um hag­sýni í rík­is­rekstri? Þá mæta einnig á svæðið þau Marta María Win­kel Jón­as­dótt­ir, frétta­stjóri hjá Árvakri og Jakob Birg­is­son, uppist­and­ari og nýr aðstoðarmaður Þor­bjarg­ar Sig­ríðar Gunn­laugs­dótt­ur, dóms­málaráðherra.

2025-01-031hr 11mins

Listen to your favourite podcasts.

Now ad-free.

Download herd and enjoy uninterrupted, high-quality podcasts without the wait.

Download on the
App Store
#24

#57. - Hvað gerir Bjarni Benediktsson á nýju ári?

Bjarni Bene­dikts­son hef­ur verið formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins frá 2009. Í fyrsta sinn í 11 ár er hann í stjórn­ar­and­stöðu. Mun hann halda áfram sem formaður á nýju ári og hvenær fer lands­fund­ur fram? Svara við þess­um spurn­ing­um verður leitað á vett­vangi Spurs­mála þar sem Bjarni er gestur. Mis­tök eða óhjá­kvæmi­leg ákvörðun? Í þætt­in­um mun Bjarni einnig svara spurn­ing­um um þá ákvörðun sína að efna til kosn­inga þann 30. nóv­em­ber síðastliðinn. Voru það mis­tök af hans hálfu eða var ákvörðunin óhjá­kvæmi­leg. Eins verður Bjarni spurður út í efni nýs stjórn­arsátt­mála Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins. Í fyrri hluta þátt­ar­ins verður rætt við þau Björn Inga Hrafns­son, rit­stjóra Vilj­ans og Vig­dísi Häsler, verk­efna­stjóra Kleifa fisk­eld­is á Sigluf­irði. Þar munu þau rýna í póli­tík­ina, bæði það sem gerst hef­ur en einnig hvað framund­an er.

2024-12-271hr 12mins
#25

#56. - Er lyfjarisi að gleypa leikskóla? Hækka skattar?

Hvaða áhrif hef­ur það á leik­skóla­kerfið í heild ef lyfjaris­inn Al­votech stofn­ar leik­skóla? Krist­ín Dýr­fjörð, dós­ent í leik­skóla­fræðum var­ar við en Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, lög­fræðing­ur, fagn­ar þró­un­inni. Á vett­vangi Spurs­mála tak­ast þær Krist­ín og Heiðrún Lind á um það hvort rétt sé að heim­ila einka­fyr­ir­tækj­um að byggja upp leik­skóla sem ætlað sé að sinna þjón­ustu við börn starfs­manna. Al­votech hef­ur hafið und­ir­bún­ing að slík­um skóla í sam­starfi við fast­eigna­fé­lagið Heima. Önnur fyr­ir­tæki, á borð við Ari­on banka, skoða aðrar leiðir sem miðað að sama marki. Í fyrri hluta þátt­ar­ins mæta til leiks þeir Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar og Aðal­geir Ásvalds­son, fram­kvæmda­stjóri SVEIT. Þeir ræða frétt­ir vik­unn­ar, meðal ann­ars þann storm sem geisað hef­ur milli SVEIT og Efl­ing­ar vegna nýs kjara­samn­ings við stétt­ar­fé­lagið Virðingu. Þá blandaði Jó­hann­es Þór sér í umræðuna um hat­ursorðræðu og for­dóma gagn­vart trans­fólki í kjöl­far þess að Snorri Más­son, ný­kjör­inn þingmaður Miðflokks­ins tók upp hansk­ann fyr­ir Eld Smára Krist­ins­son, fyrr­um fram­bjóðanda Lýðræðis­flokks­ins, sem haldið hef­ur uppi sjón­ar­miðum um trans­fólk sem eru Sam­tök­un­um 78 mjög á móti skapi.

2024-12-201hr 8mins
#26

#55. - Valkyrjustjórn og hryllingur hversdagsleikans

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og ráðherra, er gest­ur Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í nýj­asta þætti Spurs­mála. Líkt og þekk­ist hef­ur Björn viður­hluta­mikla þekk­ingu og reynslu á hinu póli­tíska sviði. Í þætt­in­um spá­ir hann í þær stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður sem nú standa yfir á meðal Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins og hvers megi vænta af því sem fram­vind­ur í viðræðunum. Ýmis hags­muna­mál þjóðar­inn­ar eru und­ir í þeim efn­um en haft er eft­ir for­manni Viðreisn­ar, og mögu­leg­um næsta for­sæt­is­ráðherra, að slæm af­koma rík­is­sjóðs hafi gert viðræðurn­ar vanda­sam­ari en ella þrátt fyr­ir að al­mennt ríki samstaða á milli formanna flokk­anna þriggja; Kristrúnu Frosta­dótt­ur, Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur og Ingu Sæ­land. Hafa þær ít­rekað látið hafa eft­ir sér að viðræðunum miði vel og að von­ir standi til um að mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar tak­ist fyr­ir jól. Einnig verður rætt við Björn um stöðuna sem nú rík­ir úti í heimi. Verða nýj­ustu vend­ing­ar í átök­un­um í Úkraínu og Sýr­landi til umræðu og mat lagt á stöðuna þar í tengsl­um við póli­tískt umrót sem stríðsátök­um fylg­ir. Fá hár­in til að rísa Auk Björns mæta til leiks rit­höf­und­arn­ir Ragn­ar Jónas­son og Yrsa Sig­urðardótt­ir og rýna helstu frétt­ir í líðandi viku. Þar er á nógu að taka að vanda bæði hér heima en ekki síður er­lend­is frá. Morðið á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fyr­ir­tæk­is Banda­ríkj­anna hef­ur verið í há­mæli í vik­unni. Ekki er ólík­legt að fær­ustu glæpa­sagna­höf­und­ar lands­ins, þó víðar væri leitað, myndu vilja tjá sig um all­an þann hryll­ing sem dag­lega ger­ist í raun­heim­um og hugs­an­lega get­ur orðið kveikj­an að þeirra skáld­skap í ein­hverj­um til­fell­um.

2024-12-131hr 10mins
#27

#54. - Valkyrjur á leið til Valhallar, óheppilegir bólfélagar og ráðherrakapall

Miðflokk­ur­inn vann sig­ur í kosn­ing­un­um en hef­ur þó ekki verið hleypt að borðinu við mynd­un rík­is­stjórn­ar. For­svars­menn flokks­ins halla sér þó aft­ur og það á einnig við um formann Sjálf­stæðis­flokks­ins. Á sama tíma velta menn vöng­um yfir því hvernig ný rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins verður sam­sett, ef tekst að koma henni á kopp­inn. Í Spurs­mál­um í dag er sviðsmynd­um um það varpað fram. Þar er einnig rætt við þing­menn­ina Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, sem nú er að búa sig und­ir að hverfa úr ráðuneyti sínu til síðustu þriggja ára og Karl Gauta Hjalta­son sem kem­ur að nýju inn á þing eft­ir nokk­urra ára fjar­veru. Þau ræða mögu­lega stjórn­ar­mynd­un og hvort flokk­ar þeirra, Sjálf­stæðis­flokk­ur og Miðflokk­ur muni eiga aðkomu að slík­um viðræðum áður en yfir lýk­ur. Áður en þau mæta til leiks ræðir Stefán Ein­ar við vara­borg­ar­full­trú­ana Söndru Hlíf Ocares, sem er í Sjálf­stæðis­flokki og Stefán Páls­son sem sit­ur fyr­ir VG í borg­ar­stjórn. Flokk­ar þeirra beggja urðu fyr­ir þungu áfalli í kosn­ing­un­um og óvíst hvernig þeir hyggj­ast bregðast við. Þeim til fullting­is við grein­ing­ar­vinn­una er mætt­ur á svæðið Val­geir Magnús­son, oft nefnd­ur Valli sport, en hann er í hópi reynd­ustu aug­lýs­inga- og markaðsmanna lands­ins. Hvað finnst hon­um um kosn­inga­bar­áttu flokk­anna. Hann rýn­ir í kort­in í þeim efn­um.

2024-12-061hr 13mins
#28

#. 53 - Kosningauppgjör með áhorfendum og ný stjórnarmynstur mátuð

Hátt í þrjú hundruð manns mættu á kosn­inga­upp­gjör Spurs­mála sem efnt var til á Reykja­vik Hilt­on Nordica tæp­um sól­ar­hring eft­ir að kjör­stöðum lokaði hring­inn í kring­um landið. Þótti við hæfi að ljúka um­fjöll­un um kosn­inga­bar­átt­una með þess­um hætti þar sem Spurs­mál hafa reynst einn virk­asti og spennuþrungn­asti vett­vang­ur bar­átt­unn­ar allt frá því að Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra sleit rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og VG um miðjan októ­ber. Fyrst kom á svæðið Inga Sæ­land sem vann sterk­an sig­ur með Flokki fólks­ins en flest bend­ir til þess að hún verði við samn­inga­borðið í fyrstu lotu viðræðna um stjórn­ar­mynd­un frá miðju og til vinstri. Með henni í sóf­ann mætti Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu en hann rýndi sér­stak­lega í þær töl­ur sem blöstu við að lok­inni taln­ingu. Að því spjalli loknu mættu þau Snorri Más­son, nýbakaður þingmaður Miðflokks­ins og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar. Hún er af mörg­um tal­in lík­leg­ust til þess að hreppa sig­ur­sveig­inn, þ.e. embætti for­sæt­is­ráðherra enda er ljóst að flokk­ur henn­ar get­ur næsta auðveld­lega hallað sér til hægri jafnt sem vinstri í ljósi niður­stöðu kosn­ing­anna. Að lok­um fékk Stefán Ein­ar til skrafs og ráðagerða þá Gísla Frey Val­dórs­son, rit­stjóra Þjóðmála og Vil­hjálm Birg­is­son, formann Starfs­greina­sam­bands­ins. Hafði Vil­hjálm­ur sér­stak­lega á orði að þeir flokk­ar sem hefðu bar­ist hvað hat­ramm­ast gegn hval­veiðum væru nú dottn­ir út af þingi og fagnaði hann því ein­arðlega. Seg­ir hann næstu stjórn eiga að snú­ast um verðmæta­sköp­un sem nýt­ast megi þjóðinni allri. Gísli Freyr ræddi stöðuna út frá öðrum sjón­ar­horn­um en sagði meðal ann­ars að Vinstri græn­um hefði ekki verið hafnað vegna stjórn­ar­sam­starfs­ins sem nú er á enda runnið, held­ur vegna þeirr­ar stefnu sem þeir hafa talað fyr­ir af mik­illi ein­urð.

2024-12-021hr 29mins
#29

#52. - Ófyrirleitin umræða og reynsluboltar rýna í stöðuna

Geir Haar­de, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra, rýn­ir í stöðuna í stjórn­mál­un­um nú þegar inn­an við sól­ar­hring­ur er í að kjörstaðir opni. Hon­um til fullting­is er Björt Ólafs­dótt­ir, fyrr­um ráðherra sem hef­ur ýmsa fjör­una sopið í póli­tík­inni, meðal ann­ars óvænt stjórn­arslit árið 2017. Örlaga­dag­arn­ir gerðir upp Í þætt­in­um er Geir einnig spurður út í nýja ævi­sögu sem hann hef­ur gefið út. Þar fjall­ar hann meðal ann­ars um ör­laga­dag­ana í októ­ber 2008 þar sem hann leiddi þjóðina í gegn­um einn mesta ólgu­sjó sem brotið hef­ur á sam­fé­lag­inu fyrr og síðar. Hvernig var Geir inn­an­brjósts þegar hann ávarpaði þjóðina og bað Guð að blessa Ísland? Í síðari hluta þátt­ar­ins mæta stöll­urn­ar Ólöf Skafta­dótt­ir og Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir. Þær halda úti hlaðvarp­inu Komið gott, og þær eru þekkt­ar fyr­ir hisp­urs­lausa umræðu og vægðarleysi gagn­vart því fólki sem er til um­fjöll­un­ar hverju sinni. Hver veit nema þær snúi tafl­inu við á vett­vangi Spurs­mála.

2024-11-2958mins
#30

Leiðtogakappræður í Hádegismóum

Leiðtog­ar stjórn­mála­flokk­anna mæt­tust í kapp­ræðum í beinni út­send­ingu í Há­deg­is­mó­um. Tek­ist er á um stóru mál­efn­in þar sem fram­bjóðend­um er gef­inn kost­ur á að gera grein fyr­ir áherslu­mál­um flokka sinna og freista þess að afla sér auk­ins fylg­is í aðdrag­anda kosn­inga á laug­ar­dag. Niður­stöður nýrr­ar könn­un­ar Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið og mbl.is voru kynnt­ar í upp­hafi þátt­ar. Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son stýrðu kapp­ræðunum, sem skipt var í tvær um­ferðir.

2024-11-282hr 18mins
#31

#51. - Lagt á borð fyrir kosningar: jólapeysur, traktorapælingar og kattliðugir stjórnmálamenn

Lum­ar ein­hver flokk­anna tíu sem bjóða fram á landsvísu á leynivopni sem dregið verður fram þegar fjór­ir dag­ar eru eft­ir af kosn­inga­bar­átt­unni?­ Flokk­arn­ir kepp­ast nú, hver um ann­an þver­an, við að hala inn síðustu at­kvæði þeirra sem ekki hafa gert upp hug sinn. Fram­sókn, Pírat­ar, Sósí­al­ist­ar og VG eru allt flokk­ar sem eiga það á hættu annað hvort að þurrk­ast út af þingi eða ná ekki inn. Þrír flokk­ar virðast berj­ast um sig­ur­laun­in og þar virðast Sam­fylk­ing og Viðreisn lík­legri en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn. Fylgi Flokks fólks­ins hef­ur verið á upp­leið á meðan Miðflokk­ur­inn hef­ur spilað varn­arsinnaðri bolta síðustu vik­urn­ar. Til að ræða þetta í Spurs­mál­um mæta þau til leiks, Auður Al­berts­dótt­ir, ráðgjafi hjá Strik Studio, Berg­ur Ebbi, rit­höf­und­ur, fyr­ir­les­ari og framtíðarfræðing­ur, og Andreas Örn Aðal­steins­son, yf­ir­maður sta­f­rænna lausna hjá Sa­hara. Fylg­ist með spenn­andi umræðu um stjórn­mála­flokk­ana og þær aug­lýs­inga­her­ferðir sem þeir hafa lagt út í til þess að vinna hylli kjós­enda.

2024-11-2657mins
#32

#50. - Lífróður Sigurðar Inga og gerbreytt landslag blasir við

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sit­ur fyr­ir svör­um í leiðtoga­spjalli und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í Spurs­mál­um. Fylgi ­flokks­ins hef­ur verið að mæl­ast við frost­mark í skoðana­könn­un­um und­an­farið. Sam­kvæmt töl­um frá liðinni viku er alls kost­ar óvíst hvort Fram­sókn komi til með að ná manni inn á þing. Í þætt­in­um svar­ar Sig­urður Ingi fyr­ir fylgið sem er í sögu­legu lág­marki sem stend­ur og verður hann meðal ann­ars spurður út í hvaða brögðum hann ætli að beita til að reisa fylgi flokks­ins við í yf­ir­stand­andi kosn­inga­bar­áttu. Auk Sig­urðar Inga mæta þau Orri Páll Jó­hanns­son, þingmaður Vinstri grænna, og Nanna Mar­grét Gunn­laugs­dótt­ir, sem sit­ur í 2. sæti á lista Miðflokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi, í settið til að kryfja helstu frétt­ir í líðandi viku. Að vanda fær­ir Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu, fregn­ir af sjóðheit­um töl­um úr skoðana­könn­un Pró­sents í þætti dags­ins. Þar rýn­ir hann og ræðir stöðuna á hinu póli­tíska sviði ásamt Stefáni Ein­ari þar sem ljóst er að Sam­fylk­ing­in lækk­ar nú flugið.

2024-11-221hr 32mins
#33

#49. - Hægri eða vinstri Viðreisn og splunkunýr metill

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, gæti staðið með pálm­ann í hönd­un­um að lokn­um kosn­ing­um ef þær fara eins og kann­an­ir benda nú til. Vill hún vinstri- eða hægri­stjórn? Á vett­vang Spurs­mála mæta einnig stjórn­mála­fræðipró­fess­or­inn Ei­rík­ur Berg­mann Ein­ars­son og Brynj­ólf­ur Gauti Guðrún­ar Jóns­son, doktorsnemi í töl­fræði við Há­skóla Íslands. Hann held­ur úti vefsíðunni www.metill.is þar sem gef­in er út kosn­inga­spá, byggð á nýj­ustu könn­un­um á fylgi flokk­anna.

2024-11-191hr 28mins
#34

#.48 - Sparkað í franska ostagerðamenn

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son formaður Miðflokks­ins situr fyr­ir svör­um í leiðtoga­spjalli und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í nýj­asta þætti Spurs­mála. Flokk­ur Sig­mund­ar Davíðs hef­ur verið í sókn að und­an­förnu og nú hef­ur hann, líkt og aðrir, kynnt odd­vita í hverju kjör­dæmi ásamt fram­boðslist­um. Hvert stefni Sig­mund­ur ef niðurstaða kosn­inga verður með þeim hætti sem kann­an­ir gefa til kynna? Sér hann sam­starfs­flöt við aðra flokk og hvar er hann reiðubú­inn að gefa eft­ir? Auk Sig­mund­ar mættu þau Erna Mist Yama­gata, lista­kona og pistla­höf­und­ur, sem sit­ur í 9. sæti á fram­boðslista Viðreisn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður, og Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son, blaðamaður á Morg­un­blaðinu og sér­fræðing­ur í banda­rísk­um stjórn­mál­um, í settið til að fara yfir það sem er efst á baugi á hinu póli­tíska sviði hér­lend­is og er­lend­is. Líkt og und­an­farna föstu­daga mætti Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra Morg­un­blaðsins, til leiks og fór yfir nýj­ustu töl­ur úr skoðana­könn­un Pró­sents í þætt­in­um og varpaði ljósi á fylgi flokk­anna sem bjóða fram á landsvísu.

2024-11-151hr 27mins
#35

#47. - Stóra plan Kristrúnar og fornleifar í stjórnmálunum

Öll spjót standa á Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­manni Sam­fylk­ing­ar en flokk­ur henn­ar mæl­ist enn sem fyrr stærst­ur í öll­um skoðana­könn­un­um. Kristrún mæt­ir nú í Spurs­mál og svar­ar fyr­ir stefnu flokks­ins, sem þess­ar kann­an­ir benda til að muni hljóta fram­gang að lokn­um kosn­ing­um. Ætlar Kristrún að hækka skatta og ef svo er hvaða skatta? Hverju eiga auðlinda­gjöld að skila og hvernig lýs­ir Kristrún hinu svo­kallaða ehf.-gati sem Sam­fylk­ing­unni er tíðrætt um. Þá mæta þau Vala Garðars­dótt­ir forn­leifa­fræðing­ur og Þórður Snær Júlí­us­son blaðamaður. Hún býður sig fram fyr­ir hönd Fram­sókn­ar­flokks­ins og verm­ir 3. sætið í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Þórður Snær er í Sam­fylk­ing­unni og sit­ur í 3. sæt­inu í Reykja­vík norður. Þau fara yfir frétt­ir vik­unn­ar, m.a. vend­ing­ar tengd­ar Jóni Gunn­ars­syni og njósn­um sem son­ur hans hef­ur orðið fyr­ir. Sneisa­full­ur þátt­ur af spenn­andi umræðu um stjórn­mál dags­ins og kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber næst­kom­andi.

2024-11-121hr 25mins
#36

#.46 - Bjarni svarar fyrir fylgið

Bjarni Benediktsson er gestur Stefáns í þetta skiptið. Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur flökkt tals­vert síðustu vik­ur en flokkn­um hef­ur reynst erfitt að halda í þann ár­ang­ur sem kom fram í könn­un­um í kjöl­far þess að stjórn­inni var slitið. Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu fer yfir nýja könnun á fylgi flokka. Þá mæta tveir frétta­menn RÚV í settið til Stef­áns Ein­ars og ræða frétt­ir vik­unn­ar, bæði inn­lend­ar og er­lend­ar. Það eru þau Odd­ur Þórðar­son og Urður Örlygs­dótt­ir. Sneisa­full­ur þátt­ur af áhuga­verðum frétt­um og lif­andi umræðu um mik­il­væg­ustu mál­efni landsins.

2024-11-081hr 20mins
#37

#45. - Þjarmað að Ingu og Stefán hlýðir Víði yfir

Inga Sæland formaður Flokks fólksins situr fyrir svörum. Í síðustu skoðana­könn­un­um Pró­sents hef­ur fylgi flokksins verið í hæstu hæðum en sam­kvæmt nýj­ustu könn­un mæl­ist hann ein­ung­is með þrem­ur pró­sentu­stig­um lægra fylgi en Sjálf­stæðis­flokk­ur og Miðflokk­ur og mæl­ist nú í 11,2%. Má því segja að Flokk­ur fólks­ins sé á hvín­andi sigl­ingu þrátt fyr­ir að stefnu­mál flokks­ins séu enn frek­ar óljós. Það verður því at­hygl­is­vert að fylgj­ast með hvort breyt­ing­ar kunni að verða á fylg­inu þegar stefnu­skrá flokks­ins verður gerð op­in­ber. Í þætt­in­um verður þjarmað að Ingu og knúið á um svör við því hver helstu áherslu­mál flokks­ins verða í þeirri kosn­inga­bar­áttu sem nú stend­ur yfir og hvers verður að vænta af Flokki fólks­ins þegar að mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar kemur. Ásamt Ingu mæta tveir sterk­ir fram­bjóðend­ur í þátt­inn til að fara yfir stöðuna í stjórn­mál­un­um sem rík­ir um þess­ar mund­ir. Það eru þeir Víðir Reyn­is­son, lög­reglu­v­arðstjóri og odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suður­kjör­dæmi, og Pawel Bartoszek, vara­borg­ar­full­trúi, en hann sit­ur nú í öðru sæti á lista Viðreisn­ar í Reykja­vík norður.

2024-11-051hr 42mins
#38

#44. - Nauðvörn Svandísar, skattaparadísin og Viðreisn á flugi

Svandís Svavarsdóttir formaður VG mætir Stefáni Einari í hressilegu spjalli um pólitíkina. Í skoðana­könn­un Pró­sents í liðinni viku mæld­ist flokk­ur Svandís­ar, Vinstri­hreyf­ing­in grænt fram­boð, með sögu­lega lágt fylgi. Svo virðist sem brott­hvarf Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur sé að draga dilk á eft­ir sér og hafi áhrif á fylgi flokks­ins í þeirri kosn­inga­bar­áttu sem nú stend­ur yfir. Svandís hyggst nú leggja allt sitt kapp á að auka fylgi flokks­ins um land allt ásamt sínu fólki og verður spenn­andi að fylgj­ast með hvernig til tekst. Auk hennar mæta þeir Gunn­ar Úlfars­son, hag­fræðing­ur Viðskiptaráðs og Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar í settið og rýna helstu frétt­ir vik­unn­ar þar sem mest hef­ur farið fyr­ir stjórn­mál­un­um. Þá fer Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu, yfir nýj­ustu töl­ur úr könn­un Pró­sents í þætt­in­um sem snerta á fylgi flokk­anna og þykja nýj­ustu töl­ur tíðind­um sækja.

2024-11-011hr 23mins
#39

#43. - Djúpríkið í klandri, vaxtaþak á bankana og vika í uppgjör í USA

Arn­ar Þór Jóns­son, er formaður hins nýja Lýðræðis­flokks. Hann vill fá umboð til þess að um­bylta pen­inga­markaðnum á Íslandi, taka á djúpríkinu og í viðtalinu kynn­ir hann leiðir til þess að draga úr verðbólgu. Auk hans eru þær mætt­ar í Há­deg­is­mó­ana, þing­kon­urn­ar Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir og Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dótt­ir. Flokk­ur Þór­unn­ar er á mik­illi sigl­ingu og mæl­ist trekk í trekk með 24% fylgi eða meira. Á sama tíma er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, flokk­ur Rann­veig­ar, í kröpp­um dansi og í sum­um könn­un­um virðist hann á barmi þess að falla út af þingi. Það eru mik­il tíðindi fyr­ir elsta stjórn­mála­flokka lands­ins. Þær stöll­ur ræða stöðuna í stjórn­mál­un­um heima og Þór­unn fer meðal ann­ars yfir ný­lega uppá­komu þar sem Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, talaði niður til Dags B. Eggerts­son­ar í tölvu­póst­sam­skipt­um við kjós­anda.

2024-10-291hr 23mins
#40

#42. - Píratar sýna á spilin og hrókeringar á hægri vængnum

Leiðtogaviðtölin halda áfram og að þessu sinni er gest­ur Spurs­mála Lenya Rún Taha Karim, sem vann fræk­inn sig­ur í próf­kjöri Pírata í Reykja­vík þar sem hún skaut reynslu­mikl­um sitj­andi þing­mönn­um aft­ur fyr­ir sig. Í viðtal­inu er rætt við Lenyu um stefnu Pírata í mál­um sem tengj­ast heil­brigðisþjón­ustu, skatt­heimtu, stöðu út­lend­inga og hæl­is­leit­enda og margt fleira. Áður en að því kem­ur mæta þeir Bergþór Ólason, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins og Brynj­ar Ní­els­son, fyrr­um alþing­ismaður fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn á vett­vang og ræða stöðuna í stjórn­mál­un­um og glóðheit­ar töl­ur úr nýj­ustu könn­un Pró­sents. Það er könn­un sem unn­in er fyr­ir Morg­un­blaðið og mbl.is.

2024-10-251hr 16mins
#41

#41. - Sanna tekur slaginn fyrir sósíalismann og folar í framboði

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi og leiðtogi Sósí­al­ista­flokks Íslands í kom­andi þing­kosn­ing­um, sit­ur fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála. AUk hennar mæta þing­fram­bjóðend­urn­ir Snorri Más­son, sem sæk­ist eft­ir odd­vita­sæti á lista Miðflokks­ins í Reykja­vík, og Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, sem að öllu óbreyttu mun skipa annað sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Vegna kom­andi þing­kosn­inga þann 30. nóv­em­ber verða tveir þætt­ir af Spurs­mál­um í hverri viku fram að kosn­ing­um, á þriðju­dög­um og föstu­dög­um. Meðal ann­ars verður rætt við for­menn flokk­anna og hina ýmsu odd­vita.

2024-10-221hr 11mins
#42

#40. - Uppgjör í kraganum, ný könnun og Trump á siglingu

Jón Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi ráðherra, mætir Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ut­an­rík­is­ráðherra og vara­for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, í póli­tísku ein­vígi í nýj­asta þætti Spurs­mála. Er þetta í fyrsta sinn sem þau Jón og Þór­dís mæt­ast eft­ir að hún til­kynnti um fram­boð sitt en bæði ætla þau sér annað sætið á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Krag­an­um. Til að ræða helstu frétt­ir vik­unn­ar og nýj­ustu vend­ing­ar á vett­vangi stjórn­mál­anna mæta þau Stefán Páls­son, sagn­fræðing­ur og vara­borg­ar­full­trúi Vinstri Grænna, og Sonja Lind Estrajher Eygló­ar­dótt­ir, aðstoðarmaður heil­brigðisráðherra, í settið. Þá fer Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu, yfir nýj­ustu töl­ur í skoðana­könn­un Pró­sents sem benda til mik­ill­ar fylg­is­breyt­ing­ar eft­ir að upp úr rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu flosnaði síðustu helgi.

2024-10-181hr 6mins
#43

#39. - Ríkisstjórnin í andarslitrunum

Gest­ir þátt­ar­ins að þessu sinni eru þau Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, Bergþór Ólason, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins, og Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um.

2024-10-1148mins
#44

#38. - Viðreisn Jóns, örkin hans Óla og skvettugangur í Móunum

Hvaða áherslu­mál hyggst Jón Gn­arr setja á odd­inn í stjórn­mála­starfi inn­an Viðreisn­ar? Er stefnu­skrá flokks­ins leiðar­vís­ir­inn eða hyggst hann fara sín­ar eig­in leiðir. Þetta kem­ur í ljós í viðtali á vett­vangi Spurs­mála. Ný­verið lýsti Jón því yfir að hann hygðist hasla sér völl í lands­mál­un­um á vett­vangi Viðreisn­ar. Hann mun taka þátt í próf­kjöri og sækj­ast eft­ir leiðtoga­sæti flokks­ins í Reykja­vík. Þar sitja nú á fleti fyr­ir þær Hanna Katrín Friðriks­son og Þor­björg Gunn­laugs­dótt­ir. Sú fyrr­nefnda í Reykja­vík suður og hin í norður. Líkt og und­an­farn­ar vik­ur hafa mörg stórtíðindi rekið önn­ur á frétta­vett­vangi. Til þess að ræða þau mál mæta þau Áslaug Hulda Jóns­dótt­ir, aðstoðarmaður ráðherra og fyrr­um bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Garðabæ og sr. Ólaf­ur Jó­hann Borgþórs­son, sókn­ar­prest­ur í Selja­kirkju sem nú hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri Herjólfs, sem sigl­ir milli lands og æsku­stöðva prests­ins, Vest­manna­eyja.

2024-10-041hr 26mins
#45

#37. - Spangólandi ráðherra og ósvífinn stjórnandi

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sit­ur fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála. Auk hans mæta þau Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir einn þátta­stjórn­andi hlaðvarps­ins Komið gott og Björn Ingi Hrafns­son rit­stjóri Vilj­ans til að rýna helstu frétt­ir líðandi viku.

2024-09-271hr 18mins
#46

#36. - Rugby-rimma, remúlaðislys og umdeildur kjörþokki

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins situr fyrir svörum. Fylgi Miðflokks­ins hef­ur sjald­an eða aldrei mælst hærra en ný­leg­ar skoðanakann­an­ir gefa sterk­lega til kynna að fylgi flokks­ins fari nú með him­inskaut­um en enn er óvíst hvenær til kosn­inga kem­ur. Að svo stöddu virðist svo vera að út­hald rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé sleitu­laust þrátt fyr­ir að gustað hafi um rík­is­stjórn­ar­sam­starfið á kjör­tíma­bil­inu. For­ingj­ar stjórn­mála­flokk­anna hafa nú tekið sér stöðu á vett­vangi stjórn­mál­anna. Enda ekki seinna vænna því inn­an árs munu lands­menn ganga að kjör­borðinu á nýj­an leik og velja sér nýja for­ystu sem kann að hugn­ast land­an­um bet­ur. Lagðar verða ýms­ar spurn­ing­ar fyr­ir Sig­mund Davíð um stjórn­ar­sam­starfið og hvers sé að vænta í póli­tík­inni á kom­andi miss­er­um. Fjör­leg yf­ir­ferð á frétt­um vik­unn­ar Margt hef­ur dregið til tíðinda í vik­unni. Verður það í hönd­um þeirra Ingu Sæ­land, for­manns Flokks fólks­ins, og Jón Gunn­ars­son­ar, þing­is­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, að fara yfir helstu frétt­ir í líðandi viku. Bú­ast má við að mikið fjör fær­ist í leik­ana þegar þessi tvö mæta í settið og rýna helstu frétt­ir með sín­um eig­in skoðanagler­aug­um.

2024-09-201hr 22mins
#47

#35. - Misheppnuð mótmæli og sjávarútvegurinn pakkar í vörn

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála. Lagabreytingatillögur Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra hafa að undanförnu hlotið mikla gagnrýni af hálfu forsvarsmanna SFS og verður Heiðrún Lind meðal annars krafin svara um rétt og sanngjörn afgjöld fyrir sjávarauðlindina við strendur Íslands. Þau Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, mæta einnig í settið og rýna í það sem helst bar á góma í fréttum líðandi viku; setningu þingsins, stefnuræðu forsætisráðherra, mótmæli launafólks á Austurvelli og margt fleira.

2024-09-131hr 11mins
#48

#34. - Tik Tok eitraðra en filterslaus Camel og ráðaleysi í Valhöll

Grím­ur Atla­son, fram­kvæmda­stjóri Geðhjálp­ar, og Tryggvi Hjalta­son, formaður hug­verkaráðs og höf­und­ur ný­legr­ar skýrslu um stöðu drengja í ís­lensku mennta­kerfi, sitja fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála. Í kjöl­far hnífa­árás­ar­inn­ar í miðborg Reykja­vík­ur á Menn­ing­arnótt þar sem ung stúlka týndi lífi sínu og fleiri ung­menni særðust hafa marg­ar spurn­ing­ar vaknað um hvers kon­ar sam­fé­lags­breyt­ing­ar eru að eiga sér stað hér á landi. Í þætti dags­ins ræða þeir Grím­ur og Tryggvi tæpitungu­laust um af­leiðing­ar stór­auk­ins vopna­b­urðar, óör­yggi og van­líðan barna og með hvaða hætti hægt sé að sporna við þess­ari vá­legu þróun. Enda um risa­vaxið mál að ræða sem snert­ir allt sam­fé­lagið í heild. Pírat­inn Björn Leví Gunn­ars­son fer yfir helstu tíðindi í líðandi viku ásamt Teiti Birni Ein­ars­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, og á nógu er að taka. Storma­sam­ur kosn­inga­vet­ur virðist vera í vænd­um. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á nú und­ir högg að sækja eft­ir að í ljós kom að fylgi flokks­ins mæl­ist í sögu­legu lág­marki.

2024-09-061hr 21mins
#49

#33. - Rándýr samgöngusáttmáli og Sjálfstæðisflokkur í sögulegri lægð

Enn er margt á huldu um það hvernig fjár­magna skuli borg­ar­lín­una. Til að varpa ljósi á málið mæta Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri og Davíð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna í Spurs­mál. Líkt og fram hef­ur komið stefna stjórn­völd á að verja 311 millj­örðum króna í sam­göngusátt­mála á höfuðborg­ar­svæðinu fram til árs­ins 2040. Enn er þess beðið að ljósi verði varpað á hvernig verk­efnið verður fjár­magnað en ljóst er að nýj­ar álög­ur verða að veru­leika, gangi fyr­ir­ætlan­ir yf­ir­valda eft­ir. Ný Mas­kínu­könn­un sýn­ir að fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins er í frjálsu falli og hef­ur aldrei í 95 ára sögu hans mælst viðlíka lágt. Á sama tíma fara Miðflokk­ur­inn og Sam­fylk­ing­in með him­inskaut­um og margt bend­ir til þess að Sósí­al­ist­ar muni ná mönn­um inn á þing meðan VG sitji eft­ir með sárt ennið. Til þess að ræða þessa stöðu, ásamt þróun stjórn­mála­ástands­ins í Banda­ríkj­un­um, mæta þau Ólína Kjer­úlf Þor­varðardótt­ir, for­seti fé­lags­vís­inda­deild­ar Há­skól­ans á Bif­röst og Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son, blaðamaður á Morg­un­blaðinu, á vett­vang og ræða frétt­ir vik­unn­ar.

2024-08-301hr 19mins
#50

#32. - Menntakerfi í molum og enn eitt gosið

Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra mætir í Spursmál til að fara yfir stöðuna í íslensku menntakerfi. Alþjóðleg­ir mæli­kv­arðar sýna að ís­lensk grunn­skóla­börn standa flest­um öðrum börn­um á OECD svæðinu langt að baki þegar kem­ur að lesskiln­ingi, stærðfræðikunn­áttu og þekk­ingu á nátt­úru­vís­ind­um. Staðan hef­ur versnað hratt allt frá ár­inu 2009 þegar sam­ræmd próf voru lögð af. Ásmund­ur Ein­ar hef­ur boðað mikl­ar breyt­ing­ar á mennta­kerf­inu sem hann seg­ir ætlaðar til þess að bæta ástandið. Marg­ir hafa tjáð sig um þessi mál að und­an­förnu og hart hef­ur verið tek­ist á. Í ít­ar­legu viðtali svarar ráðherrann fyr­ir ákv­arðanir sín­ar og einnig það hvað valdið hef­ur því að ekk­ert Evr­ópu­ríki, að Grikklandi und­an­skildu, kem­ur verr út í PISA-könn­un­um en Ísland. Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi í vikunni og þau Hólmfríður María Ragnhildardóttir blaðamaður á Morgunblaðinu og Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri og fyrrum oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Árborg koma í settið til að ræða um menntamálin, eldgos og sitthvað fleira.

2024-08-231hr 16mins

Listen to your favourite podcasts.

Now ad-free.

Download herd and enjoy uninterrupted, high-quality podcasts without the wait.

Download on the
App Store