Fotbolti.net podcast cover art

Fotbolti.net

ByFotbolti.net
2457 episodes

Podcast Summary

Hlustaðu á podcastþættina vinsælu af Fótbolta.net. Fjölbreyttir þættir um allar hliðar fótboltans.

#1

Turnar Segja Sögur - Írland frá Jackie Charlton til Heimis Hallgríms

Turnar segja sögur er nýr liður þar sem við Krissi setjumst niður og ræðum algjörlega tilgangslausar staðreyndir úr knattspyrnusögunni – sem eru samt óskiljanlega fastar í hausnum á okkur.Í þessum þætti förum við yfir sögu írska landsliðsins, allt frá tímum Jack Charlton til Heimis Hallgríms. Charlton masteraði „the granny rule“ og fékk blessun frá Jóni Páli Páfa í Vatíkaninu. Við kíkjum líka á skrautlegan tíma Mick McCarthy og Roy Keane og rifjum upp nokkrar gullmolarasögur af stórkostlegum karakterum úr írskri fótboltasögu.Og að sjálfsögðu, hver önnur en Hólmfríður Karlsdóttir, ungfrú heimur 1985, sparkar veislunni í gang með Írunum.Góða skemmtun!

2025-06-0659mins
#2

Uppbótartíminn - Þurfum að vinna leikina á EM

Ísland endaði í þriðja sæti í riðli sínum í Þjóðadeildinni og fer í umspil þar. Næsta verkefni er EM í Sviss og þar þurfum við að fara að vinna einhverja leiki, en stelpurnar hafa núna farið í gegnum tíu leiki í röð án sigurs. Guðmundur Aðalsteinn fór yfir síðasta landsliðsglugga og framhaldið með þeim Orra Rafni Sigurðarsyni og Gylfa Tryggvasyni. Icelandair, TM, Lýsi, Landsbankinn og Hertz styðja umfjöllun Fótbolta.net um kvennaboltann.

2025-06-0459mins
#3

Leiðin úr Lengjunni - Leiknismenn rifu í gikkinn og afgerandi úrslit

Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í knattspyrnu. Við munum í sumar gefa Lengjudeildinni góð skil og fara yfir allt það helsta sem gerist í Lengjudeildinni.Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sölvi Haraldsson og Sverrir Örn Einarsson.

2025-06-031hr 24mins
#4

Innkastið - Umdeild atvik og Íslandsmeistararnir vakna

Innkastið eftir 10. umferð, Valur Gunnarsson stýrir þættinum í fjarveru Elvars Geirs. Haraldur Örn fréttaritari Fótbolti.net og Atli Viðar Björnsson fyrrum leikmaður FH mættu með honum.

2025-06-021hr 12mins
#5

Neðri deildir lengst uppi!

2025-06-021hr 47mins
#6

Tveggja Turna Tal - Þorkell Máni Pétursson

Þorkell Máni hefur marga fjöruna sopið. Máni kom og við ræddum þjálfaraferilinn hans, stjórnarsetuna í KSI og það að vera fótboltapabbi. Mögulega ræddum við líka um Leeds og pappakassa!Góða skemmtun.

2025-06-021hr 59mins
#7

Freysi á heimavelli - Hvernig er líf íslenska þjálfarans í Bergen?

Fréttamaður Fótbolta.net er kominn til Bergen í Noregi og fyrsta verk á dagskrá var að hitta Frey Alexandersson, þjálfara Brann, og ræða við hann um líf þjálfarans í Bergen - þessari fallegu borg. Það er óhætt að segja að Brann er flaggskip borgarinnar og hér halda allir og ömmur þeirra með félaginu. Í þessu langa spjalli fer Freyr yfir fyrstu mánuðina hjá Brann og lífið hér í borginni. Hann er ekki enn búinn að koma sér almennilega fyrir en það kemur með tímanum. Það var svo gott veður í Bergen í dag að ákveðið var að sitja úti. Freyr var í sínu sæti á varamannabekknum, á heimavelli. Virkilega skemmtilegt spjall sem óhætt að mæla með fyrir alla fótboltaáhugamenn.

2025-05-3153mins
#8

Útvarpsþátturinn - Boltinn, Brann og bestu barirnir

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 laugardaginn 31. maí. Elvar Geir, Valur Gunnars og Benedikt Bóas. Sævar Atli Magnússon, nýjasti leikmaður Brann, kom í upphafi þáttar og svo var farið yfir Lengjudeildina og Bestu deildina. Garðar Ingi frá FH kom, heyrt er í hressum hlustendum og bestu barirnir í Bestu deildinni valdir. Biggi hjá ÍTF ræðir um leiðinlega fólkið sem vill banna bjór á vellinum. Þá er Hannes Þór Halldórsson á línunni og ræðir um Systraslag og íslenska kvennalandsliðið.

2025-05-311hr 33mins

Listen to your favourite podcasts.

Now ad-free.

Download herd and enjoy uninterrupted, high-quality podcasts without the wait.

Download on the
App Store
#9

Innkastið - Bitlausir Blikar og galopnir KR-ingar

Innkastið eftir 9. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og með þeim er Haraldur Örn, fréttamaður Fótbolta.net og stuðningsmaður KA. ÍA, KA og ÍBV unnu öll í þessari umferð og náðu þannig að snúa deildinni á hvold. Sóknarleikurinn er áhyggjuefni Breiðabliks sem tapaði öðrum leiknum í röð. Víkingur vann leiðinlegan toppslag og Valsmenn nálgast.

2025-05-291hr 7mins
#10

Grasrótin - 4. umferð, Baldvin Borgars í mánaðarfrí

Halli Óla og Tómas Helgi fóru yfir 4. umferð í 2. og 3. deild karla, 3. umferð í 4. deild og 2. umferð í 5 deild. Íslenskur neðrideildar fótbolti er uppi.2.deild, 2:50, 3.deild, 32:00, 4.deild, 1:06:45, 5.deild, 1:26:10Þátturinn er í boði Ásachat.is, vertu viss sem fyrst.

2025-05-291hr 40mins
#11

Hugarburðarbolti Uppgjörið í Enska !

Það komu frábærir gestir í uppgjörs þátt Hugarburðarbolta. Villi Neto og Davíð Guðbrands gerðu upp tímabilið með okkur og vinningshafar voru krýndir. Þökkum kærlega fyrir tímabilið og heyrumst á því næsta.

2025-05-291hr 26mins
#12

Sveindís fer yfir ákvörðunina óvæntu - Valdi borg englanna

Landsliðskonan vinsæla Sveindís Jane Jónsdóttir gekk á dögunum í raðir Angel City í Bandaríkjunum. Þetta voru skipti sem komu nokkuð mikið á óvart.Hún hefur síðustu ár verið á mála hjá Wolfsburg í Þýskalandi en hefur nú nýjan kafla í borg englanna í Bandaríkjunum í sumar. Þetta er áhugaverð.Sveindís settist niður með fréttamanni Fótbolta.net í Þrándheimi í Noregi í dag og ræddi þar betur um þessi áhugaverðu skipti. Sveindís gerði einnig upp tímann hjá Wolfsburg og ræddi auðvitað um landsliðið líka.Það er óhætt að mæla með þessu spjalli fyrir leik Noregs og Íslands sem er á föstudag.

2025-05-2834mins
#13

Hugarburðarbolti GW 38 Sturlaður lokasprettur í enska!

Newcastle, Aston Villa og Nottingham Forest töpuðu öll sínum leikjum í baráttunni um meistaradeildarsætin. Evrópudeildarmeistarar Tottenham steinlágu á heimavelli gegn Brighton 1-4 Man Utd kvöddu stuðningsmenn sína með sigri og á Anfield fór Englandsbikarinn á loft.

2025-05-271hr 0mins
#14

Leiðin úr Lengjunni - Hamingja á Húsavík og fúlir Fylkismenn

Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í knattspyrnu. Við munum í sumar gefa Lengjudeildinni góð skil og fara yfir allt það helsta sem gerist í Lengjudeildinni.Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sölvi Haraldsson og Sverrir Örn Einarsson.

2025-05-261hr 12mins
#15

Uppbótartíminn - Nýtt lið á toppnum og mikilvægir landsleikir

Það voru vendingar í síðustu umferð Bestu deildar kvenna eins og rætt er um í nýjum þætti af Uppbótartímanum, sérstökum hlaðvarpsþætti um kvennaboltann. Þróttur Reykjavík er á toppnum eftir að FH tókst að leggja Breiðablik að velli í Kaplakrika. Rætt er um síðustu umferð sem er að baki og einnig um mikilvæga leiki sem eru framundan hjá kvennalandsliðinu gegn Noregi og Frakklandi. Guðmundur Aðalsteinn og Magnús Haukur sjá um þáttinn en Hertz er stoltur stuðningsaðili kvennaboltans á Fótbolta.net.

2025-05-2648mins
#16

Enski boltinn - Rándýr dómaramistök og bikar á loft á Anfield

Liverpool er Englandsmeistari. Það er löngu vitað. En bikarinn fór á loft á Anfield í gær. Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar var annars mjög áhugaverð þar sem dómaramistök á Old Trafford höfðu mikið að segja í Meistaradeildarbaráttunni. Hrafn Kristjánsson, stuðningsmaður Liverpool, og Haraldur Örn Haraldsson, gerðu lokaumferðina og tímabilið upp ásamt Guðmundi Aðalsteini.

2025-05-261hr 9mins
#17

Tveggja Turna Tal - Óskar Smári Haraldsson

Óskar Smári Haraldsson er bóndasonur úr Varmahlíð. Hann var tvisvar sinnum valinn í lið umferðarinnar í Lengjudeildinni fyrir rúmum áratug síðan og það var hápunktur ferilsins sem var sjálfmiðaður, að hans mati!Kristján Guðmundsson tók í burtur úr honum hrokann og kenndi honum auðmýkt, leikgreiningu og ýmislegt annað og undanfarin fjögur ár hefur Óskar Smári unnið þrekvirki með kvennalið Fram. Við fórum yfir þetta allt og miklu fleira í þessum þætti!Góða skemmtun.

2025-05-261hr 24mins
#18

Innkastið - Blikar lúta í gras og Davíð Smári finnur lausnir

Innkastið eftir 8. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og með þeim er Óskar Smári, þjálfari kvennaliðs Fram. Víkingur tók toppsætið, Blikar töpuðu verðskuldað fyrir FH og Vestri kom til baka með stæl gegn Stjörnunni. Skagamenn eru á botninum en KA náði í mikilvægan sigur.

2025-05-251hr 14mins
#19

Útvarpsþátturinn - Vond vörn og uppgjör við enska hringborðið

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 24. maí. Umsjón: Tómas Þór og Elvar Geir. Íslenski boltinn í fyrri hálfleik þáttarins. Baldvin Borgarsson ræðir um 8. umferð Bestu deildarinnar, leikur KR og Fram er gerður upp og einnig rætt um Lengjudeildina. Enska hringborðið í seinni hálfleik þáttarins. Kristján Atli gerir upp tímabilið í ensku úrvalsdeildinni, skoðar liðin sem eru að koma upp og um úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

2025-05-241hr 47mins
#20

Grasrótin - 3. umferð, neðri deildirnar í stuði

Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi.Halli Óla og Tómas Helgi fóru yfir 3. umferð í 2. og 3. deild karla, 2. umferð í 4. deild og 1. umferð í 5 deild. Íslenskur neðrideildar fótbolti er uppi.2. deild, 2:10, 3. deild, 37:20, 4. deild, 1:10:00, 5.deild, 1:29:20

2025-05-231hr 52mins
#21

Enski boltinn - Fyrsti bikar Tottenham í 17 ár

Það var stór stund fyrir Tottenham í gær þegar liðið fór með sigur af hólmi í Evrópudeildinni. Spurs lagði Manchester United að velli í Bilbao. Þessu var vel fagnað hjá stuðningsmönnum Tottenham enda fyrsti bikar félagsins í 17 ár. Hörður Ágústsson og Ingimar Helgi Finnsson, stuðningsmenn Tottenham, gerðu stóru stundina upp í skemmtilegum hlaðvarpsþætti.

2025-05-2258mins
#22

Leiðin úr Lengjunni - Þéttur pakki eltir Keflvíkinga á toppnum

Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í knattspyrnu. Við munum í sumar gefa Lengjudeildinni góð skil og fara yfir allt það helsta sem gerist í Lengjudeildinni.Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sölvi Haraldsson og Sverrir Örn Einarsson.

2025-05-211hr 29mins
#23

Hugarburðarbolti GW 37 Lokaleikur í Liverpool !

Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn! Nottingham Forest eru ennþá í möguleika á meistaradeildar sæti. Brighton lögðu meistara Liverpool. Aston Villa með lífsnauðsynlegan sigur á Tottenham. Fulham með flottan útisigur á Brentford. Og Jaime Vardy kvaddi King Power með stæl! Declan Rice tryggði Arsenal í meistaradeildina með 1-0 sigri gegn Newcastle.

2025-05-201hr 10mins

Listen to your favourite podcasts.

Now ad-free.

Download herd and enjoy uninterrupted, high-quality podcasts without the wait.

Download on the
App Store
#24

Tveggja Turna Tal - Jóhann Kristinn Gunnarsson

Jóhann Kristinn Gunnarsson, Jói Belladona, er þjálfari Þór/KA í Bestu deild kvenna. Jói hefur þjálfað rétt tæpa 500 leiki í meistaraflokki hjá tveimur félögum. Við ræddum margt. Húsavík, tæklinguna á Mark Duffield, titilinn með Þór/KA 2012, kvennalandsliðið og feimnir blaðamanna við að spyrja réttu spurninganna á réttum stöðum!

2025-05-201hr 22mins
#25

Innkastið - Brakandi blíða og Blikar tróna á toppnum

Innkastið eftir 7. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og sérstakur gestur er Magnús Þórir Matthíasson. Blikar tróna einir á toppnum eftir kvöldið, vandræði ÍA halda áfram, leiðinlegasti leikur sumarsins var í Eyjum, markaregn í Mosó og Lengjudeildarhorn.

2025-05-191hr 1mins
#26

Uppbótartíminn - Valur að ganga í gegnum dimman dal

Það er komið að þætti tvö af uppbótartímanum, nýjum hlaðvarpsþætti um kvennaboltann hér á Fótbolta.net. Valur er í mikilli lægð í Bestu deild kvenna þessa stundina en þær töpuðu 4-0 á móti Breiðabliki síðasta föstudag. Valsliðið er aðeins með sjö stig eftir sex leiki og er með -2 í markatölu. Hvað er eiginlega í gangi hjá Hlíðarendafélaginu? Rætt er um það og margt annað í þættinum. Breiðablik og Þróttur eru á toppnum, Víkingur er í fallsæti og það eru áhugaverðir hlutir í gangi. Guðmundur Aðalsteinn stýrir og sérfræðingar í þessum þætti eru Adda Baldursdóttir og Magnús Haukur Harðarson. Hertz er stoltur stuðningsaðili kvennaboltans á Fótbolta.net.

2025-05-191hr 9mins
#27

Enski boltinn - Besti dagur lífsins og Sunderland í dauðafæri

Crystal Palace varð bikarmeistari á laugardag eftir sigur á Manchester City. Þetta er fyrsti stóri titillinn í sögu Crystal Palace. Daníel Örn Sólveigarson, stuðningsmaður Crystal Palace, kom í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í dag og fór yfir þennan magnaða sigur. Bernharð Antoníusson, stuðningsmaður Sunderland, er með honum í þættinum en félagið er í séns á að komast upp í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í gegnum dimma dali síðustu árin.

2025-05-1941mins
#28

Betkastið - Heiðar Helguson & Oliver Heiðarsson

The greatest Barclays Man alive Heiðar Helgusson og synirnir hans Aron og Oliver Heiðarssynir mættu í settið í svokallaðan feðgaþátt! - Ferilinn ræddur - Góðar leikmannasögur - Enska úrvalsdeildin á tþeim tíma - Oliver Heiðars leikmaður ÍBV og markmið hans - Hver er líklegastur? - Yfirheyrsla frá fans

2025-05-171hr 19mins
#29

Útvarpsþátturinn - Meistarar slegnir út og Arnór Gauti gestur

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 laugardaginn 17. maí. Elvar Geir, Tómas Þór og Valur Gunnars fara yfir fótboltavikuna hér á Íslandi; meistarar féllu úr leik í Mjólkurbikarnum, áhugaverðir leikir framundan í Bestu deildinni og Lengjudeildin ætlar að verða galopin. Gestur þáttarins kemur úr röðum Íslandsmeistara Breiðabliks en það er Arnór Gauti Jónsson, miðjumaðurinn sem lék lykilhlutverk í Íslandsmeistaratitlinum í fyrra.

2025-05-171hr 28mins
#30

Grasrótin - 2. umferð, Vogarnir í stuði og 4. deild farin af stað

Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi.Halli Óla og Tómas Helgi fóru yfir 2. umferð í 2. og 3. deild karla og 1. umferð í 4. deild karla. Íslenskur neðrideildar fótbolti er uppi.2. deild, 1:00, 3. deild, 32:50, 4. deild, 1:05:20.

2025-05-151hr 35mins
#31

Tveggja Turna Tal - Samantha Smith

Samantha Smith afrekaði það að vera valinn besti leikmaður Lengjudeildarinnar og vera valin í lið ársins í Bestu deildinni í fyrra, það er afrek!Samantha kom til mín á Ölhúsið í Hafnarfirði og við ræddum uppvaxtarárin, tímann í Texas, hvernig hún svo endaði á Reyðarfirði og í kjölfarið á Breiðablik. Sammy svarar því svo til hvort hún hafi áhuga á að spila fyrir Íslands hönd ef einhver á þingi mætir í vinnuna og græjar vegabréf fyrir hana. Þátturinn er að sjálfsögðu í boði Budvar, Keilir Golf Club, Lengjunnar, Fiskverslunarinnar Hafið og WC!Góða skemmtun.

2025-05-1559mins
#32

Hugarburðarbolti GW 36 Man Utd og Tottenham í 16 og 17 sæti!

Liverpool og Arsenal gerðu 2-2 jafntefli á Anfield í stórleik helgarinnar. Newcastle upp í 3 sætið eftir sterkan sigur gegn Chelsea. Man City misstigu sig á suðurströndinni gegn Southampton. Ollie Watkins með sigurmark á útivelli gegn Bournemouth. Nottingham Forest gerði einungis jafntefli 2-2 gegn föllnum Leicester liðum. Kevin Schade heldur áfram að spila vel og Eze var kóngurinn á Tottenham Hotspur stadium.

2025-05-131hr 8mins
#33

Leiðin úr Lengjunni - Keflvíkingar brjálaðir og Grindvíkingar snúa heim

Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í knattspyrnu. Við munum í sumar gefa Lengjudeildinni góð skil og fara yfir allt það helsta sem gerist í Lengjudeildinni.Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sölvi Haraldsson og Sverrir Örn Einarsson.

2025-05-121hr 40mins
#34

Tveggja Turna Tal - John Andrews

John Andrews hefur þjálfað í Mosfellsbæ, á Húsavík, í Indlandi, Bandaríkjunum og nú í hamingjunni í Víkinni. John er fæddur í Cork í Írlandi, er frábær trúbador, stórskemmtilegur náungi og er hluti af Víkingsliðinu sem afrekaði það sem ekkert annað lið hefur afrekað í íslenskum kvennafótbolta - að verða bikarmeistari sem Lengjudeildarlið. Við ræddum þetta, Roy Keane, Matt Le Tissier, Keiko og margt fleira í þessum hlaðvarpsþæti!

2025-05-122hr 18mins
#35

Betkastið - Upphitun 4&5.deild

2025-05-121hr 39mins
#36

Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR

Innkastið eftir 6. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Baldvin Borgars og sérstakur gestur er Almarr Ormarsson. FH-ingar gjafmildir gegn Víkingi, Hallgrími fannst ákvörðun Hallgríms fáránleg, Túfa fékk stórsigur en Jón Þór er brjálaður, Jökull og kuðungurinn, Alexander sló met Eiðs Smára og Maggi fær VAR.

2025-05-111hr 18mins
#37

Útvarpsþátturinn - Rautt í Keflavík og KR dúett úr Grafarvogi

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 9. maí. Dregið í fyrstu umferð Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda og Baldvin Már Borgarsson ræðir um Lengjudeildina. Gestir þáttarins eru Halldór Snær Georgsson og júlíus Mar Júlíusson sem gengu í raðir KR frá Fjölni fyrir yfirstandandandi tímabil. Rýnt er í komandi umferð í Bestu deildinni.

2025-05-101hr 33mins
#38

Enski boltinn - Enn eitt titlalausa tímabilið og augun á Bilbao

Enn eitt titlalausa tímabilið hjá Arsenal er staðreynd eftir tap gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Er Arteta kominn á endastöð? Arsenal mennirnir Engilbert Aron og Jón Kaldal mættu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net og sögðu frá sínu áliti á tímabilinu og því sem koma skal. Þá mætast Manchester United og Tottenham í mjög svo áhugaverðum úrslitaleik í Evrópudeildinni. Það er aðallega rætt um Evrópukeppninar í þessum þætti en aðeins snert á ensku úrvalsdeildinni undir lokin.

2025-05-0950mins
#39

Grasrótin - 1. umferð, KFA og Hvíti með statement

Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi.Halli Óla og Tómas Helgi settust niður og ræddu stóru málin í 2. og 3. deild karla. Tímabilið er hafið og það fer svo sannarlega skemmtilega af stað.

2025-05-0855mins
#40

Tveggja Turna Tal - Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir

Guðjörg Ýr Hilmarsdóttir er stemmningskona úr Kópavogi. Hún er Dj á heimaleikjum Breiðabliks og er svo góð í starfi að re-mixin hennar eru spiluð í Þýsku Bundesligunni. Gugga skilaði nýlega upplifunarhandbók sem lokaverkefni í Háskólanum sem fjallar um hvernig hægt er að fjölga áhorfendum á íþróttaviðburðum. Gugga settist niður með mér og útskýrði fyrir mér hvernig við getum hækkað meðaltalsfjölda á leiki í bestu deild kvenna úr 200 í miklu hærri tölu. Vonandi taka fyrirtæki við boltanum, styrkja bókina þannig að félög landsins geti fengið hana til notkunar því innihaldið er fyrsta flokks. Við ræddum líka margt annað enda Gugga einstaklega hress og skemmtileg ung dama!Njótið vel.

2025-05-0859mins
#41

Asmir Begovic ræðir við Fótbolta.net - Spenntur að koma aftur til Íslands

Asmir Begovic, markvörður sem hefur spilað lengi í ensku úrvalsdeildinni, mun í sumar mæta til Íslands annað árið í röð og vera hér með markvarðarakademíu fyrir efnilega íslenska markverði. Námskeiðið í fyrra sló í gegn þar sem fjöldi efnilegra markvarða hvaðanæva af landinu og erlendis æfðu undir handleiðslu frábærra þjálfara. Þjálfarar í ár verða Begovic, David Smalley og Jack Hadley ásamt íslenskum þjálfurum. Námskeiðið verður á Lambahagavelli í Úlfarsárdal frá 31. maí til 1. júní í sumar. Hér er hægt að skrá sig á námskeiðið. Begovic ræddi í dag við Fótbolta.net um akademíuna, Ísland og sinn frábæra feril.

2025-05-0724mins
#42

Hugarburðarbolti GW 35a Cole Palmer svaf í 110 daga!

Cole Palmer vaknaði loksins eftir 110 daga. Liverpool og Arsenal töpuðu bæði sínum leikjum. Aston Villa ætla sér meistaradeildar sæti. Nottingham Forest sitja í sjötta sætinu og Brighton og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli á Amex. Baráttan um meistaradeildar sætin verður rosaleg!

2025-05-061hr 5mins
#43

Betkastið - Upphitun 2 & 3.deild

Ástríða neðri deildanna hefur loksins snúið aftur í hlaðvarpsheima. Stóra spáin sem allir hafa beðið eftir! Alli Davors, Aron Ýmir og JP mættu ræddu stóru málin. - 2. deildar spá - 3. deildar spá - Öll lið rætt, ásamt félagsskiptum, þjálförum og umgjörð - Spurningar úr sal - Rýnum í 1. umferð - Spáum í 2. umferð - Hvernig fer Champions League?

2025-05-061hr 56mins
#44

Innkastið - Markaregn og málaliðar

Innkastið eftir 5. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Baldvin Borgars og með þeim er íþróttafréttamaðurinn og KR-ingurinn Valur Páll Eiríksson. Það er ekkert samhengi í Bestu deildinni! Leikurinn í Kópavogi stóð undir væntingum, Afturelding fór illa með Stjörnuna, Gylfi skoraði í sigri Víkings, FH vann fyrsta sigurinn gegn málaliðum Vals, KA í vandræðum og Vestramenn hylltir í Herjólfi.

2025-05-051hr 11mins
#45

Leiðin úr Lengjunni - Fyrsta umferð gerð upp

Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í knattspyrnu. Við munum í sumar gefa Lengjudeildinni góð skil og fara yfir allt það helsta sem gerist í Lengjudeildinni.Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson og Sölvi Haraldsson.

2025-05-0559mins
#46

Tveggja Turna Tal - Adda Baldursdóttir

Ágerður Stefanía, eða Adda eins og hún er oft kölluð, er alinn upp í Breiðabliki en er í dag goðsögn í Stjörnunni og Val, þar sem hún raðaði inn Íslands- og bikarmeistaratitlum. Þegar leikferlinum lauk hélt hún strax áfram að móta sigurlið – nú í þjálfarateymi með Pétri Péturssyni.Í þessum þætti förum við yfir magnaðan feril, hvernig sigurhugarfar mótast, hvað þarf til að byggja upp sigursælt lið og hvernig maður vinnur með mótlæti á leiðinni.Turnarnir eru í boði fiskverslunarinnar Hafsins, Lengjunnar, World Class, Golflklúbbsins Keilis og hins Tékkneska Budvar!Njóttu vel!

2025-05-051hr 7mins
#47

Útvarpsþátturinn - Lengjan hafin og Björn Hlynur naut sín í Liverpool

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 3. maí. Umsjón: Tómas Þór og Elvar Geir. Baldvin Már Borgarsson ræddi um Lengjudeildina og rennt er yfir komandi umferð og helstu tíðindi í Bestu deildinni. Gestur þáttarins er Björn Hlynur Haraldsson sem var í Liverpoolborg um síðustu helgi þegar titillinn var tryggður.

2025-05-031hr 35mins
#48

Uppbótartíminn - Íslenski kvennaboltinn á mannamáli

Uppbótartíminn er nýtt hlaðvarp á Fótbolta.net þar sem fjallað er um kvennaboltann á Íslandi. Umsjónarmenn eru Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson og Magnús Haukur Harðarson. Í þessum þætti er farið yfir stöðu liða eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Bestu deild kvenna og einnig er farið aðeins yfir neðri deildir sem eru að fara af stað. Hertz er stoltur stuðningsaðili kvennaboltans á Fótbolta.net.

2025-05-021hr 5mins
#49

Tveggja Turna Tal - Agla María Albertsdóttir

Gestur dagsins er Agla María Albertsdóttir, barnastjarna úr Kópavoginum! Agla María hefur spilað á tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu, unnið Íslands- og bikarmeistaratitla með bæði Stjörnunni og Breiðabliki og leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð. Hún er í dag fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks – og útskrifaðist aðeins 24 ára gömul með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja.Góða skemmtun!

2025-05-011hr 6mins
#50

Innkastið - Enginn skilaréttur!

Elvar Geir, Valur Gunnars og Tómas Þór gera upp 4. umferð Bestu deildarinnar í Innkastinu. Jafntefli á Hlíðarenda, Framarar grýttu Eldingunni aftur niður á jörðina, Eyjamenn á siglingu, skemmtikraftarnir í KR fóru á kostum, útlitið svart hjá FH og aftur kom Höskuldur Blikum til bjargar.

2025-04-281hr 7mins

Listen to your favourite podcasts.

Now ad-free.

Download herd and enjoy uninterrupted, high-quality podcasts without the wait.

Download on the
App Store